Kolbeinn frá Dortmund til Freys Knattspyrnumaðurinn Kolbeinn Birgir Finnsson er orðinn fjórði Íslendingurinn í herbúðum danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby en félagið fékk hann frá þýska stórliðinu Dortmund. 25.1.2023 11:22
Sigrún segir upp hjá Fjölni: „Við Kristjana náðum ekki takti saman“ Körfuboltakonan reynslumikla Sigrún Sjöfn Ámundadóttir er hætt hjá Fjölni eftir að hafa verið spilandi aðstoðarþjálfari deildarmeistaranna. Hún segir ástæðuna „ólíka sýn“ hennar og þjálfarans Kristjönu Eirar Jónsdóttur á leik liðsins. 25.1.2023 08:30
Víkingar versluðu sér miðvörð í Mjóddinni Bikarmeistarar Víkings í fótbolta hafa fengið til sín ungan varnarmann sem félagið keypti frá ÍR. Sá heitir Sveinn Gísli Þorkelsson. 24.1.2023 17:01
Aftur til Akureyrar eftir níu ár og núna er hún landsliðsfyrirliði Tahnai Annis, 33 ára gamall miðjumaður frá Bandaríkjunum, mun spila með knattspyrnuliði Þórs/KA á komandi leiktíð eftir að hafa síðast spilað með liðinu sumarið 2014. 24.1.2023 16:18
Ástkært lið Selfoss jarðað í Seinni bylgjunni: „Algjör hauskúpuleikur“ „Ástkært handknattleikslið okkar, kvennalið Selfoss, var á laugardaginn jarðað í Set-höllinni. Viðstaddir upplifðu erfiðan dag. Aðstandendur senda innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Blóm og kransar hafa verið afþakkaðir.“ 24.1.2023 16:00
Keflavík fær markvörð sem fékk varla á sig mark í Færeyjum Keflvíkingar hafa fundið markvörð til að fylla í skarðið sem Sindri Kristinn Ólafsson skildi eftir þegar hann gekk í raðir FH í vetur. 24.1.2023 12:49
Baldur þjálfaði á mótinu þar sem stjörnurnar verða til Körfuboltaþjálfarinn Baldur Þór Ragnarsson, sem stýrði Tindastóli til silfurverðlauna í Subway-deildinni í fyrra, varð um helgina fyrsti íslenski þjálfarinn til að fá að stýra liði á Euroleague Next Generation mótinu. 24.1.2023 12:01
Allt sem við vitum um næsta stórmót strákanna okkar Það er aldrei langt í næsta verkefni hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta og nú þegar er ýmislegt vitað varðandi næsta stórmót þess, sem fram fer í Mekka handboltans. 24.1.2023 08:00
Hugsað til barnafjölskyldna: „Það mun einhver græða peninga“ Leikmönnum sænska landsliðsins blöskrar miðaverðið sem greiða þarf til að sjá síðustu leikina á HM karla í handbolta á sunnudaginn. 23.1.2023 16:32
Ekki boðlegt fyrir landsliðsþjálfara Íslands Guðjón Guðmundsson gerði upp frammistöðu Íslands á HM karla í handbolta í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði niðurstöðuna mikil vonbrigði, þó að hann hefði alltaf talið það ofmat að ætla liðinu verðlaun. Hann sagði viðbrögð landsliðsþjálfarans í viðtali eftir mótið ekki boðleg. 23.1.2023 11:27