Íþróttafréttamaður

Sindri Sverrisson

Sindri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Segir ó­nefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiða­bliki

Fótboltaþjálfarinn Halldór Árnason, sem gerði Breiðablik að Íslandsmeistara fyrir rúmu ári síðan, segir það vissulega hafa komið sér á óvart þegar hann var rekinn frá félaginu í haust. Hann hafi hins vegar verið búinn að heyra frá leikmönnum að ákveðinn aðili innan félagsins væri að vinna gegn honum.

Alex Freyr frá Fram í Njarð­vík

Knattspyrnudeild Njarðvíkur hefur fengið til sín hægri bakvörðinn Alex Frey Elísson frá Fram. Hann gerði samning sem gildir út árið 2027.

Átta bestu berjast í beinni á Bullseye

Nú er ekki lengur neitt svigrúm fyrir mistök í Úrvalsdeildinni í pílukasti. Átta bestu keppendurnir mæta til leiks á Bullseye við Snorrabraut annað kvöld, þar sem útsláttarkeppnin hefst.

Rak tána í hurð og missir af risaleikjum

Tímabilið hjá Chelsea-manninum Cole Palmer heldur áfram að vera hreinasta martröð því hann verður áfram frá keppni eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér.

Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem af­sökun

Arne Slot tilkynnti á blaðamannafundi í dag að Liverpool yrði án Conor Bradley og Florian Wirtz á morgun, gegn Nottingham Forest. Hann var spurður út í áhrif fráfalls Diogo Jota á Liverpool-liðið en sagði ekki koma til greina að kenna því um gengi liðsins á leiktíðinni.

Sjá meira