Stjarnan slapp við Arsenal og Valur mætir Tyrkjum Valur og Stjarnan voru bæði meðal þeirra liða sem komu upp úr skálunum þegar dregið var í fyrri umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta kvenna í dag. 30.6.2023 11:32
Þrír í agabanni: „Ekki það sem við hjá KA viljum standa fyrir“ Þrír leikmenn KA voru ekki með liðinu gegn ÍBV í Vestmannaeyjum á miðvikudag vegna agabanns, eftir að þeir ákváðu án leyfis að dvelja degi lengur í Reykjavík eftir leik gegn KR um síðustu helgi. 30.6.2023 10:52
Sjáðu Norðurálsmótið: Pönnsur í bíl og börnin í besta gír „Við eigum bara frábæra kennara og svo erum við búnir að æfa mikið í sumar,“ sögðu vaskir Eyjapeyjar eftir stórsigur í leik á Norðurálsmótinu á Akranesi, hressir og kátir líkt og aðrir af þeim tæplega 2.000 krökkum sem spiluðu á mótinu um síðustu helgi. 30.6.2023 09:02
Síðast mætti lögreglan en Viktor segir að harkan verði öll innan vallar Viktor Karl Einarsson segir möguleika Breiðabliks mjög góða fyrir úrslitaleikinn við svartfellska liðið Buducnost annað kvöld, í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. 29.6.2023 17:46
ÍBV nældi í Portúgala í stöðu Rúnars ÍBV hefur fundið arftaka Rúnars Kárasonar í stöðu hægri skyttu fyrir næstu handboltaleiktíð en það er Portúgalinn Daniel Vieira. 29.6.2023 17:00
Samkomulag í höfn og Mount fer til Man. Utd Ensku knattspyrnufélögin Manchester United og Chelsea hafa komist að samkomulagi um kaup United á enska miðjumanninum Mason Mount. 29.6.2023 16:18
Allt í einu orðinn ári yngri Suður-kóreski knattspyrnumaðurinn Son Heung-Min, leikmaður Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, varð í gær einu og hálfu ári yngri samkvæmt lögum í heimalandi hans. 29.6.2023 16:01
Íslensku strákarnir spila um verðlaun á HM Ísland leikur um verðlaun á HM U21-landsliða karla í handbolta, eftir að hafa slegið út Portúgal í 8-liða úrslitum í Berlín í dag með 32-28 sigri. Í undanúrslitunum mæta strákarnir sigurliðinu úr leik Ungverjalands og Króatíu sem fram fer síðar í dag. 29.6.2023 15:20
Raunhæf varaleið fyrir Ísland á næsta HM Nú er ljóst hvaða leið íslenska karlalandsliðið í fótbolta þarf að fara til að komast inn á heimsmeistaramótið sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada eftir þrjú ár. 29.6.2023 15:00
Hópurinn gegn Finnlandi og Austurríki: Sú markahæsta ekki með Dagný Brynjarsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir eru á meðal þeirra fimm leikmanna sem ekki eru í nýjasta landsliðshópi Íslands í fótbolta, fyrir komandi vináttulandsleiki við Finnland og Austurríki í júlí, en voru í síðasta hópi. 29.6.2023 13:05