Innhólf Karólínu fullt af þakklátum Þjóðverjum Íslensku stelpurnar í fótboltalandsliðinu unnu ekki bara frækinn sigur gegn Dönum í gærkvöld heldur gerðu þær Þjóðverjum risastóran greiða um leið. Og Þjóðverjarnir hafa verið duglegir að þakka fyrir sig. 6.12.2023 13:00
Danir í sárum eftir „fíaskóið“ gegn Íslandi Danir eru í öngum sínum yfir að hafa ekki nýtt tækifærið til að komast í dauðafæri á að fara á Ólympíuleikana næsta sumar. Tapið gegn Íslandi í gær, 1-0, er þeim afar dýrkeypt. 6.12.2023 09:31
Baunaði á sérfræðinga og fékk fast skot til baka Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, er sannfærður um að liðið geti orðið Englandsmeistari fjórða árið í röð haldi liðið áfram að spila eins og að undanförnu. Hann baunaði á sérfræðinga Sky Sports en fékk fast skot til baka frá Jamie Carragher. 6.12.2023 07:41
Friðbjörn rauf 700 kílóa múrinn á EM Þingeyingurinn Friðbjörn Bragi Hlynsson átti frábæran keppnisdag þegar hann keppti fyrstur Íslendinganna á Evrópumótinu í klassískum kraftlyftingum í Tartu í Eistlandi í gær. 6.12.2023 07:21
EM hafið og Snæfríður hársbreidd frá fjórtán ára meti Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Jóhanna Elín Guðmundsdóttir riðu á vaðið fyrir hönd íslenska hópsins á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug í Búkarest í dag. 5.12.2023 16:00
Ísland mætir tveimur lakari liðum á heimavelli Messis Knattspyrnusamband Íslands hefur nú greint frá því hverjir andstæðingar karlalandsliðsins í fótbolta verða í tveimur vináttulandsleikjum í janúar. 5.12.2023 14:31
Sármóðguð út af vangaveltum um að þær vilji tapa í kvöld Skotar eru í þeirri stórfurðulegu stöðu að geta með tapi í kvöld aukið líkur sínar á að komast inn á Ólympíuleikana í París næsta sumar. Þeir telja hins vegar fráleitt að fólk efist um heilindi þeirra. 5.12.2023 13:00
Lifði af dauðadýfu úr yfir fjörutíu metra hæð Norðmaðurinn Ken Stornes setti nýtt heimsmet í svokallaðri dauðadýfu (e. death diving) þegar hann hoppaði fram af syllu í 40,5 metra hæð, með magann á undan, ofan í ískalt vatn. 5.12.2023 08:31
Lars með lausnina fyrir Svía: Ráðið Heimi Svíar eru í leit að nýjum þjálfara fyrir karlalandslið sitt í fótbolta. Lars Lagerbäck bendir löndum sínum á að tala við sinn gamla samstarfsmann og vin, Eyjamanninn Heimi Hallgrímsson. 5.12.2023 08:00
Gallsúr stemning í klefa Man. Utd Miðlar á borð við Sky Sports og ESPN greina frá því að Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, sé búinn að missa stuðning allt að helmings leikmannahóps síns. Stífar æfingar, hrokafullt leikskipulag og meðferðin á Jadon Sancho er meðal þess sem sagt er valda óánægju. 5.12.2023 07:31