Hafnað af Stoke og var stuðningsmaður Real síðast Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2024 11:47 Joselu var vel fagnað af stuðningsmönnum í gærkvöld en hann var einmitt einn af þeim á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu fyrir tveimur árum. Getty/Burak Akbulut Í einvígi stórveldanna Real Madrid og Bayern München hefðu sjálfsagt fáir spáð því að aðalhetjan yrði hinn 34 ára gamli Joselu, lánsmaður frá B-deildarliði Espanyol sem Stoke City taldi sig ekki hafa not fyrir, en sú varð raunin. Joselu skoraði bæði mörk Real í gærkvöld í blálokin, eftir að hafa komið inn á sem varamaður, í 2-1 sigri sem skilaði liðinu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Síðast þegar að Real komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar mætti Joselu á leikinn, í París 2022, en þá sem stuðningsmaður Real sem vann Liverpool 1-0. Tveimur árum síðar reyndist hann óvænta hetjan sem kom Real aftur í úrslitaleikinn, við Dortmund 1. júní. Here’s Joselu supporting Real Madrid in Paris, Champions League final 2022.Two years later, he’s sending Real Madrid to Champions League final after scoring a brace just before extra time.❗️ He joined Real Madrid on loan from 2nd division Espanyol.Football. 🤯🇪🇸 pic.twitter.com/aQGdcaZksS— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 8, 2024 „Joselu… ég held að hann sofi ekki mikið í nótt! Hann verður alveg gagnslaus á æfingu á morgun,“ sagði Jude Bellingham léttur í sjónvarpsviðtali eftir sigurinn í gær. „Hann á þetta allt skilið. Hann hefur verið magnaður félagi í þessum hópi í gegnum alla leiktíðina og þetta er hans kvöld,“ sagði Bellingham, hæstánægður með liðsfélaga sinn og hina óvæntu hetju. Joselu kom ungur til Real Madrid og skoraði grimmt fyrir varalið félagsins þegar hann var að hefja ferilinn, fyrir tæplega fimmtán árum. Fenginn vegna biðarinnar eftir Mbappé Hann lék svo einnig í Þýskalandi og á Englandi án þess að slá sérstaklega í gegn þar. Hann lék eina leiktíð með Stoke, 2015-16, en félagið lánaði hann í burtu og losaði sig svo við hann til Newcastle þar sem mörkin urðu samtals sex í 46 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Joselu sneri svo aftur til Spánar árið 2019 og hefur undanfarin ár skorað talsvert í spænsku deildinni, eða alls 36 mörk í 110 leikjum fyrir Alavés og svo 16 mörk í fyrra fyrir Espanyol, sem þó féll. Real vantaði framherja eftir brotthvarf Karims Benzema í fyrra, sennilega bara tímabundið áður en Kylian Mbappé kæmi í sumar, og fékk því Joselu að láni. Það hefur borgað sig því hann hefur núna skorað alls sautján mörk í öllum keppnum, og þar af mörkin mikilvægu í gær sem skiluðu Real í úrslitaleik sterkustu deildar heims. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Þegar ég var sjö ára í Birmingham dreymdi mig um svona kvöld“ Jude Bellingham var í skýjunum þegar Real Madrid komst í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir dramatískan sigur á Bayern München, 2-1, á Santiago Bernabéu í kvöld. 8. maí 2024 23:30 Aðstoðardómarinn bað Bæjara afsökunar: „Þetta er hörmung“ Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern München, segir að annar aðstoðardómarinn í leiknum gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu hafi beðist afsökunar á að hafa lyft flaggi sínu of snemma þegar Bæjarar skoruðu undir lokin. Real vann leikinn, 2-1, og einvígið, 4-3 samanlagt. 8. maí 2024 22:47 Mest lesið Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Fótbolti Rúnar fékk á sig tvö mörk í fyrsta leik og Jón Guðni hafði betur gegn Viðari Fótbolti Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ Sjá meira
Joselu skoraði bæði mörk Real í gærkvöld í blálokin, eftir að hafa komið inn á sem varamaður, í 2-1 sigri sem skilaði liðinu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Síðast þegar að Real komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar mætti Joselu á leikinn, í París 2022, en þá sem stuðningsmaður Real sem vann Liverpool 1-0. Tveimur árum síðar reyndist hann óvænta hetjan sem kom Real aftur í úrslitaleikinn, við Dortmund 1. júní. Here’s Joselu supporting Real Madrid in Paris, Champions League final 2022.Two years later, he’s sending Real Madrid to Champions League final after scoring a brace just before extra time.❗️ He joined Real Madrid on loan from 2nd division Espanyol.Football. 🤯🇪🇸 pic.twitter.com/aQGdcaZksS— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 8, 2024 „Joselu… ég held að hann sofi ekki mikið í nótt! Hann verður alveg gagnslaus á æfingu á morgun,“ sagði Jude Bellingham léttur í sjónvarpsviðtali eftir sigurinn í gær. „Hann á þetta allt skilið. Hann hefur verið magnaður félagi í þessum hópi í gegnum alla leiktíðina og þetta er hans kvöld,“ sagði Bellingham, hæstánægður með liðsfélaga sinn og hina óvæntu hetju. Joselu kom ungur til Real Madrid og skoraði grimmt fyrir varalið félagsins þegar hann var að hefja ferilinn, fyrir tæplega fimmtán árum. Fenginn vegna biðarinnar eftir Mbappé Hann lék svo einnig í Þýskalandi og á Englandi án þess að slá sérstaklega í gegn þar. Hann lék eina leiktíð með Stoke, 2015-16, en félagið lánaði hann í burtu og losaði sig svo við hann til Newcastle þar sem mörkin urðu samtals sex í 46 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Joselu sneri svo aftur til Spánar árið 2019 og hefur undanfarin ár skorað talsvert í spænsku deildinni, eða alls 36 mörk í 110 leikjum fyrir Alavés og svo 16 mörk í fyrra fyrir Espanyol, sem þó féll. Real vantaði framherja eftir brotthvarf Karims Benzema í fyrra, sennilega bara tímabundið áður en Kylian Mbappé kæmi í sumar, og fékk því Joselu að láni. Það hefur borgað sig því hann hefur núna skorað alls sautján mörk í öllum keppnum, og þar af mörkin mikilvægu í gær sem skiluðu Real í úrslitaleik sterkustu deildar heims.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Þegar ég var sjö ára í Birmingham dreymdi mig um svona kvöld“ Jude Bellingham var í skýjunum þegar Real Madrid komst í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir dramatískan sigur á Bayern München, 2-1, á Santiago Bernabéu í kvöld. 8. maí 2024 23:30 Aðstoðardómarinn bað Bæjara afsökunar: „Þetta er hörmung“ Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern München, segir að annar aðstoðardómarinn í leiknum gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu hafi beðist afsökunar á að hafa lyft flaggi sínu of snemma þegar Bæjarar skoruðu undir lokin. Real vann leikinn, 2-1, og einvígið, 4-3 samanlagt. 8. maí 2024 22:47 Mest lesið Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Fótbolti Rúnar fékk á sig tvö mörk í fyrsta leik og Jón Guðni hafði betur gegn Viðari Fótbolti Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ Sjá meira
„Þegar ég var sjö ára í Birmingham dreymdi mig um svona kvöld“ Jude Bellingham var í skýjunum þegar Real Madrid komst í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir dramatískan sigur á Bayern München, 2-1, á Santiago Bernabéu í kvöld. 8. maí 2024 23:30
Aðstoðardómarinn bað Bæjara afsökunar: „Þetta er hörmung“ Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern München, segir að annar aðstoðardómarinn í leiknum gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu hafi beðist afsökunar á að hafa lyft flaggi sínu of snemma þegar Bæjarar skoruðu undir lokin. Real vann leikinn, 2-1, og einvígið, 4-3 samanlagt. 8. maí 2024 22:47