ÍTF greiddi félögum sínum 300 milljónir Félögin í efstu tveimur deildum karla og kvenna í fótbolta fengu samtals 300 milljónir króna á síðasta ári frá Íslenskum toppfótbolta, hagsmunasamtökum félaganna í þessum deildum. 22.2.2024 12:15
Varar við afturhvarfi KSÍ: „Mikilvægara var að verja ofbeldismenn en brotaþola“ „Það er óbærilegt ef barátta hugrakkra brotaþola gegn ofurefli frægðar og vinsælda verður til lítils og allt verður eins og áður,“ skrifar Drífa Snædal, talskona Stígamóta, í grein á Vísi. Tilefnið er kjör á nýjum formanni Knattspyrnusambands Íslands og ósk um fullvissu þess að sambandið taki ekki skref aftur á bak í jafnréttisbaráttunni, í gamalt far. 22.2.2024 11:30
Leigubílstjóri olli Sveindísi vonbrigðum: „Þau eru bara eftir á hérna“ Þó að uppgangur og áhugi á knattspyrnu kvenna hafi aukist hratt víða um heim á síðustu árum þá er það ekki algilt eins og Sveindís Jane Jónsdóttir rak sig á við komuna til Serbíu. Hún segir Serba virðast aftarlega á merinni í þessum efnum. 22.2.2024 10:32
Kerecis aðalstyrktaraðili Vestra: „Afar þakklát fyrir veglegan stuðning“ Líftæknifyrirtækið Kerecis er nýr aðalstyrktaraðili knattspyrnudeildar Vestra á Ísafirði. Heimavöllur félagsins fær nú nafnið Kerecisvöllurinn og munu öll lið Vestra leika í búningum merktum fyrirtækinu, sem í fyrra var selt fyrir 175 milljarða króna. 22.2.2024 09:00
Messi vippaði yfir meiddan mann Lionel Messi var í sviðsljósinu þegar Inter Miami hóf nýja leiktíð í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta á því að vinna 2-0 sigur gegn Real Salt Lake í gærkvöld. 22.2.2024 07:31
Biðst loks afsökunar á að hafa sagt Phillips of þungan Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur beðist afsökunar á „ofþyngdar“-ummælum sínum í garð eins af leikmönnum félagsins, Kalvin Phillips. 20.2.2024 07:30
ÍA býður öllu sínu íþróttafólki upp á sálfræðiþjónustu Íþróttafólk og þjálfarar hjá aðildarfélögum ÍA á Akranesi eiga þess nú kost að fá fría sálfræðiþjónustu. 19.2.2024 17:00
KSÍ ræður lögmann í slaginn við ÍSÍ Knattspyrnusamband Íslands hefur ekki fengið krónu úr Afrekssjóði Íþrótta- og ólympíusambands Íslands síðustu sjö ár, öfugt við öll önnur íþróttasérsambönd á Íslandi. Þolinmæði KSÍ er á þrotum og hefur sambandið ráðið lögmann vegna málsins. 19.2.2024 15:06
Snertu allir boltann áður en Valdimar skoraði Íslands- og bikarmeistarar Víkings R. skoruðu magnað mark í sigri sínum gegn Aftureldingu um helgina, í Lengjubikar karla í fótbolta. 19.2.2024 13:02
Bónusar landsliðsfólks helmingi lægri og færri leikir eftir mikið tap KSÍ Leikir knattspyrnulandsliða Íslands verða enn færri í ár en í fyrra, eða alls tíu leikjum færri, og greiðslur til leikmanna A-landsliðanna helmingi lægri, samkvæmt fjárhagsáætlun Knattspyrnusambands Íslands. Sambandið þarf að rétta af reksturinn eftir 126 milljóna tap á síðasta ári. 19.2.2024 12:30
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent