Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ William Saliba, miðvörður Arsenal, viðurkenndi í samtali við Hjörvar Hafliðason að liðið ætti mjög mikið inni þrátt fyrir að það næði að landa 1-0 sigri gegn Manchester United í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. 17.8.2025 22:00
Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Atlético Madrid varð að sætta sig við 2-1 tap á útivelli gegn Espanyol í fyrstu umferð spænsku 1. deildarinnar í fótbolta í kvöld, þrátt fyrir að hafa komist yfir í leiknum. 17.8.2025 21:46
Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Evrópu- og Frakklandsmeistarar PSG hófu titilvörn sína í frönsku 1. deildinni í kvöld á því að vinna nauman sigur gegn Nantes, 1-0. 17.8.2025 20:55
Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Ísak Bergmann Jóhannesson og hans nýju liðsfélagar í FC Köln voru afar nálægt því að falla úr leik í fyrstu umferð þýsku bikarkeppninnar í fótbolta, gegn 3. deildarliði Regensburg, en skoruðu tvö mörk í uppbótartíma og unnu sigur. Ísak skoraði sigurmarkið. 17.8.2025 19:23
Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, var skiljanlega niðurlútur þegar hann ræddi við Hjörvar Hafliðason á Sýn Sport eftir 1-0 tapið gegn Arsenal í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 17.8.2025 18:50
Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Sigfús Fannar Gunnarsson skoraði sigurmarkið þegar Þór vann afar dýrmætan 1-0 sigur gegn ÍR í Breiðholti í dag. Óhætt er að segja að toppbaráttan í Lengjudeildinni í fótbolta sé núna í algjörum hnút. 17.8.2025 18:05
Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Stefán Ingi Sigurðarson heldur áfram að raða inn mörkum í norsku úrvalsdeildinni með Sandefjord en hann gerði bæði mörk liðsins í dag. 17.8.2025 17:48
Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Silfurlið Arsenal hóf nýtt tímabil í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á að vinna Manchester United á útivelli, 1-0. 17.8.2025 17:20
Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Þrátt fyrir að Bröndby-fólk hafi haft mikla ástæðu til að gleðjast í gærkvöld, eftir magnaðan 4-0 sigur gegn Víkingi sem kom liðinu í næstu umferð Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta, þá vörpuðu ljót skilaboð til eins leikmanna liðsins skugga á fögnuðinn. 15.8.2025 13:00
Sárt tap gegn Dönum á HM Eftir hetjulega baráttu og að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik urðu strákarnir okkar í íslenska U19-landsliðinu í handbolta að játa sig sigraða gegn Dönum á HM í Egyptalandi í dag, 32-30. 14.8.2025 15:26