Juventus stigi frá toppnum Juventus þurfti að hafa mikið fyrir því að leggja Pisa að velli en vann að lokum 2-0 útisigur og er aðeins stigi frá toppnum í ítölsku A-deildinni í fótbolta. 27.12.2025 21:51
Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Franska tenniskonan Caroline Garcia segist hafa hafnað tilboði upp á 270.000 dollara, eða um 34 milljónir króna, því hún vildi ekki auglýsa veðmálafyrirtæki. Hún segir allt íþróttafólk þekkja viðbjóðslegu skilaboðin og jafnvel líflátshótanirnar sem því berist vegna veðmála sem ekki ganga upp. 27.12.2025 21:03
Aldrei spilað þarna en sagði strax já Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var hæstánægður með hugarfar Declan Rice og annarra leikmanna sinna í 2-1 sigrinum gegn Brighton í dag og sagði þá hafa verðskuldað mun stærri sigur. 27.12.2025 20:16
Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Haukur Þrastarson hefur farið á kostum fyrir lið sitt Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi á leiktíðinni og er í sérflokki í þýsku deildinni þegar kemur að fjölda stoðsendinga. 27.12.2025 19:42
Njarðvík búin að losa sig við De Assis Njarðvíkingar eru staðráðnir í að vera með í úrslitakeppninni í Bónus-deild karla í körfubolta í vor og þangað stefna þeir án Julio De Assis sem félagið hefur nú losað sig við. 27.12.2025 19:00
Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Íslensku landsliðsmennirnir voru afar áberandi í dag í síðustu umferð þýska handboltans fyrir Evrópumót karla í janúar. Íslendingar voru einnig á ferðinni í þýsku kvennadeildinni, svissneska bikarnum og sænska handboltanum. 27.12.2025 18:48
„Viss um að ég myndi skora einn daginn“ „Þetta var mjög góð tilfinning, á vellinum með stuðningsfólkið allt í kring. Ég var mjög ánægður og er það enn,“ sagði glaður Florian Wirtz eftir að hafa loksins skorað sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni, fyrir Liverpool, í 2-1 sigrinum gegn Wolves í dag. 27.12.2025 17:47
Mané tryggði Senegal stig Senegal og Kongó eru jöfn að stigum í D-riðli Afríkukeppninnar í fótbolta, eftir að hafa gert 1-1 jafntefli í dag í 2. umferð riðlakeppninnar. 27.12.2025 17:03
Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Varamaðurinn Ollie Watkins tryggði Aston Villa frábæran 2-1 útisigur gegn Chelsea í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Ótrúleg sigurganga Villa heldur því áfram og liðið er á leið í rosalegan slag við Arsenal á þriðjudaginn. 27.12.2025 17:01
Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Brentford kom sér upp í efri hluta ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag, með góðum 4-1 sigri gegn Bournmouth þar sem Kevin Schade gerði þrennu. Fulham vann dísætan sigur í Lundúnaslag gegn West Ham en Burnley og Everton gerðu markalaust jafntefli. 27.12.2025 16:56