Íþróttafréttamaður

Sindri Sverrisson

Sindri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Börsungar halda í við Madrídinga

Barcelona vann 2-1 sigur á Real Oviedo á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Sigurinn er mikilvægur í baráttunni við Real Madríd á toppnum.

Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael

Framkvæmdastjórn UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, mun funda um það í næstu viku hvort að Ísrael verði sett í bann frá öllum keppnum á vegum sambandsins. Bandarísk stjórnvöld eru alfarið á móti banni.

Sér­fræðingur á­nægður með Frey sem vill ís­lenska geð­veiki

Þjálfarinn Freyr Alexandersson gerir sér fulla grein fyrir því að lið hans Brann verður í hlutverki Davíðs gegn Golíat í Frakklandi í dag, þegar norska liðið glímir við Hákon Arnar Haraldsson og félaga í Lille í Evrópudeildinni í fótbolta. Hann kallar eftir íslenskri „geðveiki“ í sínu liði í dag og það gleður sérfræðing NRK.

Hve­nær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd?

Þó að liðnar séu rúmar þrjár vikur síðan belgíski markvörðurinn Senne Lammens gekk í raðir Manchester United, á lokadegi félagaskiptagluggans, bíður hann enn eftir fyrsta tækifærinu til að sýna sig og sanna í búningi félagsins.

Chiesa græðir á ó­heppni landa síns

Vikan verður bara betri og betri hjá Federico Chiesa, Ítalanum í liði Liverpool, því hann gæti núna þrátt fyrir allt fengið að spila í Meistaradeild Evrópu í haust.

Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring

Guðjón Ingi Sigurðsson segir það hafa gengið vel að jafna sig og ná svefni eftir tæplega tveggja sólarhringa keppni í bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa sem hann vann í Heiðmörk. Hann útskýrði loks hvers vegna minnstu munaði að hann myndi hætta snemma keppni.

Sjá meira