

Fréttamaður
Silja Rún Sigurbjörnsdóttir
Silja Rún er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.
Nýjustu greinar eftir höfund

Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi
Íbúa í Grafarvogi fannst henni hafa verið ógnað af borgarfulltrúa á íbúafundi í Grafarvogi eftir að hafa sakað Reykjavíkurborg um lygar. Fólki var heitt í hamsi þegar áform um uppbyggingu hverfisins voru rædd.

Eins leitað eftir slagsmál
Slagsmál brutust út fyrir utan kaffistofu Samhjálpar fyrr í dag. Eins er leitað.

Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi
Joakim Medin, blaðamaður hjá dagblaðinu Dagens ETC, hefur verið handtekinn í Tyrklandi. Hann ferðaðist til landsins til að fjalla um fjölmenn mótmæli þarlendis.

Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé
Lofther Ísraelsher gerði fyrstu loftárásina í Beirút, höfuðborg Líbanon, síðan vopnahlé var samþykkt milli Ísrales og Hezbollah samtakanna undir lok síðasta árs.

„Þetta er afnotagjald“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir breytingu á veiðigjöldum ekki vera skattlagningu heldur afnotagjald af auðlindum. Tillaga ráðherra hefur hlotið mikla gagnrýni, þá helst frá kvótaeigendum, á meðan merkja má ánægju víða í samfélaginu.

Jón Ólafur í framboði til formanns SA
Jón Ólafur Halldórsson gefur kost á sér til formanns Samtaka atvinnulífsins (SA). Hann hefur setið í stjórn samtakanna frá 2015 og í framkvæmdastjórn frá árinu 2018.

Rannsaka neysluvatn í Hveragerði
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands rannsakar nú neysluvatn í Hveragerði eftir að ábendingar bárust um að skrýtin lykt og bragð væri af vatninu. Fyrstu vísbendingar úr vatnssýni ættu að berast á morgun.

Vance á leið til Grænlands
JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, ætlar að heimsækja Grænland með Usha Vance, eiginkonu sinni á föstudag. Hann segist ætla athuga öryggisaðstæður í landinu.

Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða
Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar segja breytingar á lögum um veiðigjöld annars vegar stórfelldar skattahækkanir og hins vegar gjöld fyrir afnot af þjóðareign.

Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði
Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins, steig í pontu í Alþingi í dag og lýsti áralöngu heimilisofbeldi sem hún sætti. Hún segir meðvirknina eina af grunnstoðum ofbeldis. Gerandinn er sá sami og er ákærður er fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði.