Forsætisráðherra Japan segir af sér Shigeru Ishiba, forsætisráðherra Japan, tilkynnti í dag að hann hygðist segja af sér, aðeins tæpu ári eftir að hann tók við embættinu. 7.9.2025 12:34
Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt „Það var líf og fjör í bænum allt frá morgni til kvölds og við finnum hvernig fólk tekur svo sannarlega undir leiðarstefið okkar Saman með ljós í hjarta,“ segir Guðlaug María Lewis, verkefnastjóri Ljósanætur, fjölskyldu- og menningarhátíð Reykjanesbæjar. 7.9.2025 11:41
Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Yfir þrjú hundruð ríkisborgarar Suður-Kóreu voru handteknir í Bandaríkjunum fyrir helgi fyrir að starfa þar ólöglega í rafmagnsbílaverksmiðju. Suðurkóresk yfirvöld hyggjast flytja alla ríkisborgarana aftur til síns heima í leiguflugi. 7.9.2025 09:57
Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Mikið var um dýrðir á Ísafirði um helgina þegar stórsýningin Gullkistan var sett af forseta Íslands. Með atvinnuvegasýningunni er ætlað að sýna hvað starfsemi á Vestfjörðum hefur upp á að bjóða. 6.9.2025 17:45
Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á fyrsta forgangi vegna slasaðs ökumanns. Viðkomandi hafði verið að keyra velhjól er hann slasaðist. 6.9.2025 16:44
Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Mikill fjöldi fólks er saman kominn á Austurvelli á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði. Fjöldafundir fara fram um allt land í dag til að krefja ríkisstjórn Íslands um aðgerðir í málefni Palestínu. 6.9.2025 15:49
Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sextíu þúsund fermetrar í eigu eða leigu ríkisins standa nú tómir. Rúmlega fjórðungur þeirra stendur auður vegna staðfestra tilvika af raka og myglu. Heildarverðmæti fermetranna eru tæplega ellefu milljarðar króna. 6.9.2025 15:25
Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir fjölgun erlendra fanga stafa meðal annars af fólki sem dvelji ólöglega á landinu sem flytja á á brott og aukningu í skipulagðri brotastarfsemi. Hún setja á laggirnar mælaborð um útlendinga sem dvelja hérlendis þar sem meðal annars hægt verði að sjá hlutfall ákveðinna þjóðerna og atvinnuþátttöku. 6.9.2025 14:18
Árborg girnist svæði Flóahrepps Bæjarráð Árborgar hefur óskað eftir samræðum við Flóahrepp um mögulega tilfærslu sveitarfélagamarkanna og til að ræða mögulega ávinninga við sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Mörkin milli sveitarfélaganna liggja alveg við Selfoss svo að golfvöllur Golfklúbbs Selfoss er í öðru sveitarfélagi en bærinn sem hann er kenndur við. 6.9.2025 11:05
Sendu kæligáma til Úkraínu Íslensk stjórnvöld hafa afhent stjórnvöldum í Kænugarði kæligáma sem notaðir verða til að varðveita líkamsleifar fallinna hermanna. Gámarnir eru nú þegar komnir til landsins. 6.9.2025 10:36