Bein útsending: Bootang93 tekur yfir Twitch-rás GameTíví GameTíví er með aukastreymi í kvöld þar sem Svandís, eða BooTang93, tekur yfir Twitch-rásina. Með henni verður hún Móna úr Queens. 20.11.2021 21:30
Birkir Blær kominn í fimm manna úrslit í Svíþjóð Hinn 21 árs gamli Birkir Blær er nú kominn í fimm manna úrslit í söngvakeppninni Idol í Svíþjóð. Í kvöld duttu tveir keppendur úr leik en Birkir söng dúett með frægum sænskum söngvara. 19.11.2021 23:19
Líkti samstöðufundi við aftöku án dóms og laga Kevin Gough, verjandi eins mannanna sem sakaðir eru um að myrða Ahmaud Arbery, sagði samstöðufund sem haldin var fyrir utan dómshúsið í Brunswick í Georgíu vera álíka aftöku mannanna þriggja. 19.11.2021 23:00
Leitaði skjóls í kirkju á fyrsta degi veiðitímabilsins Dádýr virðist hafa leitað á náðir guðs þegar það fór í gegnum rúðu á kirkju í Michigan í Bandaríkjunum á fyrsta degi veiðitímabilsins þar. Þegar prestar Grace Sturgis-kirkjunnar mættu til vinnu á mánudaginn komu þeir að karldýri þar inni en þeim tóksta að smala því út. 19.11.2021 21:42
Sjáðu þegar kveikt var á jólakettinum í beinni útsendingu Kveikt var á jólakettinum á Lækjartorgi í kvöld og boðar það upphaf jólastemningarinnar í miðborg Reykjavíkur. Það var gert í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. 19.11.2021 20:51
Fara í víðtæka skimun á Dalvík Smituðum hefur fjölgað töluvert í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra. 29 greindust smitaðir í gær og þar af 23 á Dalvík og í Dalvíkurbyggð. Til stendur að fara í víðtæka skimun á Dalvík á mánudaginn. 19.11.2021 20:17
Rittenhouse sýknaður af öllum ákærum Kyle Rittenhouse hefur verið sýknaður af því að skjóta tvo menn til bana og særa þann þriðja. Kviðdómur í Kenosha í Bandaríkjunum lýsti þessu yfir nú fyrir skömmu. 19.11.2021 18:18
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ísland er eftirbátur allra hinna Norðurlandanna þegar kemur að framlögum til heilbrigðisþjónustunnar - sérstaklega öldrunarþjónustu. Næstum því fjórum sinni fleiri liggja inni á spítalanum í bið eftir plássi á hjúkrunarheimili heldur en þeir sem liggja þar inni með Covid. 19.11.2021 18:06
Saka Lúkasjenka um að flytja fólk aftur að landamærunum Yfirvöld í Póllandi segja Hvít-Rússa flytja farand- og flóttafólk í trukkum aftur að landamærum ríkjanna. Verið sé að reyna að þvinga fólkið til að gera tilraun til að fara yfir landamærin. Það gerðist nokkrum klukkustundum eftir að Hvít-Rússar rýmdu búðir fólks nærri landamærunum í gær og virtust flytja fólkið á brott. 19.11.2021 18:00
Átján þúsund strandaðir vegna flóðanna Um það bil átján þúsund manns eru strandaðir vegna gífurlegra flóða í Bresku-Kólumbíu í Kanada. Þar af einhverjir á fjöllum en vegir, brýr og hús eyðilögðust í flóðum og aurskriðum í fylkinu eftir að óveður fór þar yfir um síðustu helgi. 18.11.2021 23:13