Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Metfjöldi látinna í Ástralíu og álagið eykst víða

Aldrei hafa fleiri Ástralar dáið vegna Covid-19 en gerðu í dag. Alls dóu 77 vegna faraldursins en það er nýtt met. Gamla metið var 57 og var það sett á síðasta fimmtudag. Faraldurinn er í töluverðri uppsveiflu víða um heim en mikil fjölgun smitaðra vegna ómíkorn-afbrigðisins hefur aukið álag á heilbrigðiskerfi.

Beðið eftir fregnum frá Tonga

Enn er óljóst hve miklu tjóni, skemmdum og mannskaða sprengigosið á Tonga um helgina hefur valdið. Flugvélar voru fyrst sendar af stað í morgun.

Fæðingartíðni aldrei lægri í Kína

Fæðingartíðni í Kína, fjölmennasta landi heims, hefur aldrei verið lægri en hún var árið 2021. Aðgerðir yfirvalda hafa ekki snúið þróun undanfarinnar ára en hækkandi framfærslukostnaður í borgum landsins hefur fælt fólk frá barneignum.

Senda hermenn og skriðdreka til Gotlands

Yfirvöld í Svíþjóð hafa ákveðið að fjölga hermönnum og vopnum á Gotlandi í Eystrasaltshafi. Ástæðan er sögð vera versnandi öryggisástand á svæðinu sem að miklu leyti má rekja til mögulegrar innrásar Rússa í Úkraínu.

Lög til að gera ób­ól­u­sett­um líf­ið leitt taka gild­i á næst­u dög­um

Neðri deild franska þingsins samþykkti í gær aðgerðir ríkisstjórnar landsins gegn faraldri Kórónuveirunnar en þar á meðal eru hertar aðgerðir gegn óbólusettu fólki í landinu. Tekinn verður upp bólusetningarpassi og verður óbólusettum meinaður aðgangur að veitingastöðum, leikvöngum, öðrum samkomum og opinberum vettvangi.

Notuðu dróna til að sprengja olíubíla í loft upp

Þrír olíuflutningabílar sprungu í morgun í loft upp á flugvellinum í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Bílarnir eru sagðir hafa verið sprengdir í loft upp með litlum drónum sem flogið var að þeim.

Skutu eldflaugum í fjórða sinn á mánuði

Tveimur eldflaugum var skotið á loft frá frá Norður-Kóreu í nótt. Eldflaugunum var skotið frá flugvellinum í Pyongyang, höfuðborg einræðisríkisins einangraða en þetta var í fjórða sinn á einungis mánuði sem sambærilegar tilraunir eru gerðar.

Sjá meira