Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fölsuðu sjúkraskýrslur barna svo þeim yrði ekki rænt

Starfsfólk á barnaspítala í Kherson falsaði sjúkraskýrslur munaðarlausra barna og sögðu þau veikari en þau voru í rauninni. Þetta gerðu þau svo Rússar, sem náðu tökum á borginni snemma í innrás þeirra í Úkraínu, flyttu börnin ekki til Rússlands og rændu þeim.

Geitur valda óreiðu í GameTíví

Streymi strákanna í GameTíví mun einkennast af geitum, óreiðu og alls konar vitleysu í kvöld. Strákarnir ætla nefnilega að setja sig í klaufar geita í leiknum Goat Simulator 3.

Bein útsending: Síðasta ferðin um tunglið í bili

Heimför Orion geimfarsins sem skotið var á loft í fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar aftur til jarðarinnar hefst í dag. Þá mun geimfarið einnig fara mjög nærri yfirborði tunglsins og það í beinni útsendingu.

Víða rafmagnlaust eftir enn eitt stýriflaugaregnið

Rafmagnslaust varð víða í borgum Úkraínu í dag eftir að Rússar skutu tugum stýriflauga að ríkinu. Loftvarnir Úkraínu eru sagðar hafa skotið niður flestar stýriflaugarnar en minnst tveir eru látnir í Saporisjía-héraði.

Uppljóstrun Musks reyndist rýr í roðinu

Elon Musk og blaðamaðurinn Matt Taibbi tístu um helgina um gögn frá Twitter sem fjölluðu um þá ákvörðun þáverandi forsvarsmanna fyrirtækisins um að banna frétt um Hunter Biden, son Joe Biden, núverandi forseta Bandaríkjanna.

Heilu þorpin grafin undir ösku og leðju

Björgunarsveitir hafa unnið hörðum höndum að því að flytja fólk af svæðinu í kringum eldfjallið Semeru á Austur-Jövu í Indónesíu. Eldgosið byrjaði að spúa ösku í gær en hún náði meira en 1.500 metra í loftið og liggja heilu þorpin undir ösku og leðju.

Among Us í Sandkassanum

Strákarnir í Sandkassanum ætla að verja kvöldinu í morð og laumuleik. Enginn er óhultur þegar strákarnir spila Among Us.

Spilar Among Us í sýndarveruleika

Jói eða Tapinn ætlar að taka yfir Twitch-rás GameTíví í kvöld. Þá ætlar hann að stinga mann og annan í bakið í leiknum Among Us og það í sýndarveruleika.

Athyglisprestarnir messa í Al Mazrah

Athyglisprestarnir ætla að láta að sér kveða í Warzone 2 í kvöld. Þar verða þeir með prestaköll og ætla að messa yfir öðrum spilurum leiksins, auk þess sem þeir munu skjóta þá.

Sjá meira