Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Eldur í arni á Arnarneshæð

Slökkviliðsmenn fóru í útkall á Arnarneshæð í dag vegna elds í arni. Ekki liggur fyrir enn fyrir hvort eldurinn hafi farið úr böndunum eða af hverju slökkvilið var kallað til.

Pútín hafi ákveðið að senda eldflaugina sem notuð var gegn MH17

Alþjóðlegt teymi rannsakenda segist hafa fundið sterkar vísbendingar um að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefði persónulega heimilað sendingu loftvarnarkerfis til aðskilnaðarsinna í Úkraínu sem notað var árið 2014 til að skjóta niður farþegaþotu frá Malasíu. Ólíklegt sé þó að hægt verði að sækja hann til saka.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum förum við ítarlega yfir vaxtahækkun Seðlabankans og hörð viðbrögð aðila vinnumarkaðarins vegna röksemda bankans fyrir hækkuninni.

Hætta málþófi um útlendingafrumvarpið

Þingmenn Pírata eru hættir málþófi útlendingafrumvarpið svokallaða frá dómsmálaráðherra. Lítið sem ekkert annað hefur verið rætt á þingi á þessu ári en nú telja þingmennirnir að fullreynt sé að opna augu stjórnarliða um frumvarpið og galla þess. Píratar segja það skerða réttindi fólks á flótta.

Forspoken: Skemmtilegur leikur, að leiðindum loknum

Forspoken er nýr leikur frá Luminous Productions, sem er í eigu Square Enix. Hann fjallar um hina ungu og dularfullu Frey Holland, sem ratar á einhvern hátt inn í ævintýraheim sem heitir Athia en þar býr hún yfir miklum og undarlegum kröftum. 

Vilj­a eig­in kjarn­ork­u­vopn af ótta við Norð­ur-Kór­e­u

Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum.

Neitaði að borga og ógnaði leigubílstjóra

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um farþega sem neitaði að borga fyrir leigubíl. Viðkomandi hótaði einnig leigubílstjóranum. Þetta var í Grafarholti en í dagbók lögreglunnar segir að annar leigubílstjóri hafi verið áreittur í Múlunum.

Stjóri mætir stjóra

Það er stórt kvöld hjá Stjórunum í kvöld. Þá mætast þeir í fyrsta sinn á þessu tímabili með lið sín Everton og Southampton og von á harðri baráttu.

Setja gervigreind í farþegasætið á netinu

Starfsmenn Microsoft ætla að tengja gervigreindartækni, sem byggir á ChatGPT-tækninni vinsælu, við leitarvél fyrirtækisins Bing, netvafrann Edge, Office-pakkann og aðrar vörur fyrirtækisins. Forsvarsmenn fyrirtækisins lýsa tækninni sem aðstoðarbílstjóra fyrir notendur.

Sjá meira