Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„En okkur líkar við flugvélarnar ykkar“

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, stakk óvænt upp kollinum í Helsinki í Finnlandi í dag þar sem hann fundaði með leiðtogum Norðurlanda. Honum var heitið auknum stuðningi frá Norðurlöndum en enn sem áður þrýsta Úkraínumenn á að fá herþotur frá Vesturlöndum.

Ævintýri Grimsby halda áfram

Óli Jóels mætir aftur á hliðarlínuna í Grimsby í Stjóranum í kvöld. Nú fer að koma í ljós hvort hann komi liðinu upp um deild í Football Manager eða renni á rassinn í slorinu.

Ætla að kynna aukið framlag til Úkraínu fyrir leiðtogafundinn

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að aukning á framlagi Íslands til Úkraínu verði kynnt fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins, sem fram fer hér á landi seinna í mánuðinum. Hún segir að það framlag sem þegar hafi verið kynnt á þessu ári, sé til jafns á við allt framlag Íslands á síðasta ári en bætt verði frekar í.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Leiðtogar Norðurlandanna hétu Úkraínuforseta auknum stuðningi á sögulegum fundi þeirra í Helsinki í dag. Enn sem áður þrýsta Úkraínumenn á að fá herþotur frá Vesturlöndum. Heimir Már og Einar Árnason myndatökumaður okkar eru í Helsinki og gera upp viðburðaríkan dag í finnsku höfuðborginni.

Búið að tala við ungmennin

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur náð tali af ungmennunum fjórum sem lýst var eftir í gær í tengslum við brunann í Drafnarslippnum. Samtalið varpaði ekki frekara ljósi á hvernig eldurinn kviknaði.

Leituðu tveggja stúlkna en fundu sjö lík

Lögregluþjónar í Oklahoma í Bandaríkjunum fundu sjö lík er þeir voru að leita tveggja táningsstúlkna sem talið er að séu meðal hinna látnu. Leitin að stúlkunum, Ivy Webster (14) og Brittany Brewer (16) hófst í gærmorgun en þær höfðu síðast sést í Henryetta í Oklahoma með Jesse L. McFadden, dæmdum kynferðisbrotamanni.

Missti konu sína og son í skotárás óðs nágranna

Wilson Garcia og fjölskylda hans hringdu fimm sinnum eftir aðstoð lögreglu þegar nágranni þeirra í Cleveland í Texas í Bandaríkjunum, neitaði að hætta að skjóta úr byssu í garði sínum. Þeim var tjáð að hjálp væri á leiðinni en stuttu síðar skaut umræddur nágranni fimm manns til bana, þar af konu og son Garcia.

Sjá meira