Stiklusúpa: Allt of stórt leikjahaust í vændum Samúel Karl Ólason skrifar 13. júní 2023 14:43 Leikjaspilarar verða uppteknir í haust. Viðburðinum Summer game fest lýkur í dag en hann hafa margir af helstu leikjaframleiðendum heims, og aðrir minna þekktir, notað til að sýna þá leiki sem gefnir verða út á næstunni. Óhætt er að segja að mikið verði um að vera í leikjaspilun í haust. Gífurlega margar stiklu hafa verið sýndar á undanförnum dögum auk fjölmargra ítarlegri myndbanda þar sem sýnt er hvernig umræddir leikir líta út og virka. Miðað við þá útgáfudaga sem liggja fyrir munu leikjaspilarar hafa allt of mikið að gera í haust. Sniðugir leikjaspilarar ættu að hafa það í huga varðandi sumarfrí og reyna að taka nokkra frídaga inn í haustið. Sjá einnig: Spider-Man, Snake og margir aðrir í stiklusúpu Sony Þessi listi hér að neðan er langt frá því að vera tæmandi yfir það sem sýnt hefur verið á síðustu dögum. Þetta er líka ekki í neinni sérstakri röð. Ég ætlaði að reyna að gera þetta skipulega en þetta eru bara svo rosalega mörg myndbönd. Ég missti tök á þessu. Starfield stærsti leikurinn Starfield er leikur sem forsvarsmenn Xbox hafa lýst sem einhverjum áhrifamesta hlutverkaleik sögunnar, sem er magnað miðað við það að hann er ekki einu sinni kominn út. Þarna er um að ræða nýjasta leik Bethesda Softworks sem eru hvað þekktastir fyrir Skyrim og Fallout 4. Leiknum Starfield hefur verið lýst sem Skyrim í geimnum, sem er jákvætt. Sýnd var stikla um leikinn en einnig fengum við að sjá 45 mínútna myndband þar sem kafað var í hvað leikurinn hefur upp á að bjóða. Þetta hljómar eins og fín pása frá vinnu í dag. Xbox sýndi einnig fleiri stiklur fyrir leiki eins og Fable, Payday og Avowed. Nýr öðruvísi Star Wars leikur Ubisoft sýndi loks stiklu og myndband um leikinn Star Wars Outlaws. Það er leikur úr söguheimi Star Wars þar sem Jedi riddarar virðast ekkert koma við sögu. Þarf alltaf að vera geislasverð? Síðan var farið dýpra í það hvað leikurinn hefur upp á að bjóða. Far Cry: Pandora Ubisoft sýndi einnig nýjar stiklur fyrir leikinn Avatar: Frontiers of Pandora. Hvern langar ekki að stíga í stígvél blás geimkattafólks og drepa drullusokka frá jörðinni? Ef eitthvað má marka stiklurnar er ekkert úr vegi að lýsa leiknum sem Far Cry: Pandora, en Ubisoft hefur um árabil framleitt Far Cry leikina og spilun AFP líkist þeim mjög. Við fengum einnig að sjá stiklu og myndband úr Assassin's Creed Mirage, nýjasta leiknum í seríunni um baráttu launmorðingja og Musterisriddara. Ubisoft sýndi einnig stiklur úr fleiri leikjum eins og The Crew Motorfest, Division 2, Prince og Persia: The Lost Crown og Skull and Bones, en framleiðsla hans er strönduð og sögð hafa verið mjög erfið. Hann fer þó í lokaðar prófanir í ágúst, svo framleiðslan virðist langt komin. Þrátt fyrir það segir myndbandið sem sýnt var eiginlega ekki neitt. Night City heimsótt aftur Leikurinn CyberPunk 2077 var ekki tilbúinn að fullu þegar hann var gefinn út og kom það verulega niður á orðspori leiksins. Síðan þá hefur hann verið uppfærður og betrumbættur að mögu leyti en starfsmenn CDPR gefa í haust út nýjan aukapakka sem gerir umfangsmikla breytingar á grunnleiknum. Hér að neðan má sjá stiklu Phantom Liberty og svo myndband þar sem starfsmenn CD Projekt Red fara yfir það helsta sem sést í stiklunni. Leikjavísir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Gífurlega margar stiklu hafa verið sýndar á undanförnum dögum auk fjölmargra ítarlegri myndbanda þar sem sýnt er hvernig umræddir leikir líta út og virka. Miðað við þá útgáfudaga sem liggja fyrir munu leikjaspilarar hafa allt of mikið að gera í haust. Sniðugir leikjaspilarar ættu að hafa það í huga varðandi sumarfrí og reyna að taka nokkra frídaga inn í haustið. Sjá einnig: Spider-Man, Snake og margir aðrir í stiklusúpu Sony Þessi listi hér að neðan er langt frá því að vera tæmandi yfir það sem sýnt hefur verið á síðustu dögum. Þetta er líka ekki í neinni sérstakri röð. Ég ætlaði að reyna að gera þetta skipulega en þetta eru bara svo rosalega mörg myndbönd. Ég missti tök á þessu. Starfield stærsti leikurinn Starfield er leikur sem forsvarsmenn Xbox hafa lýst sem einhverjum áhrifamesta hlutverkaleik sögunnar, sem er magnað miðað við það að hann er ekki einu sinni kominn út. Þarna er um að ræða nýjasta leik Bethesda Softworks sem eru hvað þekktastir fyrir Skyrim og Fallout 4. Leiknum Starfield hefur verið lýst sem Skyrim í geimnum, sem er jákvætt. Sýnd var stikla um leikinn en einnig fengum við að sjá 45 mínútna myndband þar sem kafað var í hvað leikurinn hefur upp á að bjóða. Þetta hljómar eins og fín pása frá vinnu í dag. Xbox sýndi einnig fleiri stiklur fyrir leiki eins og Fable, Payday og Avowed. Nýr öðruvísi Star Wars leikur Ubisoft sýndi loks stiklu og myndband um leikinn Star Wars Outlaws. Það er leikur úr söguheimi Star Wars þar sem Jedi riddarar virðast ekkert koma við sögu. Þarf alltaf að vera geislasverð? Síðan var farið dýpra í það hvað leikurinn hefur upp á að bjóða. Far Cry: Pandora Ubisoft sýndi einnig nýjar stiklur fyrir leikinn Avatar: Frontiers of Pandora. Hvern langar ekki að stíga í stígvél blás geimkattafólks og drepa drullusokka frá jörðinni? Ef eitthvað má marka stiklurnar er ekkert úr vegi að lýsa leiknum sem Far Cry: Pandora, en Ubisoft hefur um árabil framleitt Far Cry leikina og spilun AFP líkist þeim mjög. Við fengum einnig að sjá stiklu og myndband úr Assassin's Creed Mirage, nýjasta leiknum í seríunni um baráttu launmorðingja og Musterisriddara. Ubisoft sýndi einnig stiklur úr fleiri leikjum eins og The Crew Motorfest, Division 2, Prince og Persia: The Lost Crown og Skull and Bones, en framleiðsla hans er strönduð og sögð hafa verið mjög erfið. Hann fer þó í lokaðar prófanir í ágúst, svo framleiðslan virðist langt komin. Þrátt fyrir það segir myndbandið sem sýnt var eiginlega ekki neitt. Night City heimsótt aftur Leikurinn CyberPunk 2077 var ekki tilbúinn að fullu þegar hann var gefinn út og kom það verulega niður á orðspori leiksins. Síðan þá hefur hann verið uppfærður og betrumbættur að mögu leyti en starfsmenn CDPR gefa í haust út nýjan aukapakka sem gerir umfangsmikla breytingar á grunnleiknum. Hér að neðan má sjá stiklu Phantom Liberty og svo myndband þar sem starfsmenn CD Projekt Red fara yfir það helsta sem sést í stiklunni.
Leikjavísir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira