Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Vilja hækka olíu­verð

Ráðamenn í Rússlandi og Sádi-Arabíu hafa biðlað til annarra olíuframleiðenda í OPEC+ að draga úr framleiðslu. Olíuverð hefur lækkað töluvert að á undanförnum mánuðum en í gær hafði verðið ekki verið lægra í hálft ár. Rússar og Sádar vilja stöðva þá þróun og hækka verð á nýjan leik.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Öllum mögulegum flóttaleiðum íbúa Gaza hefur verið lokað eftir að Ísraelsmenn hófu öflugar loftárásir á suðurhluta Gazastrandarinnar. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30.

Biden til­búinn að lúffa fyrir Repúblikönum

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir að frekari hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum geti ekki beðið þar til eftir jól. Þingið þurfi að samþykkja nýjar fjárveitingar til aðstoðarinnar og bað hann þingmenn um að leggja deilur sínar til hliðar í bili.

Skoða glæ­nýjan Warzone

Stelpurnar í Babe Patrol ætla að kíkja á nýja Warzone í sérstökum jólaþætti í kvöld. Warzone var uppfærður í dag og fá spilarar nú að skjóta hvorn annan í nýju borði.

Pútín á ferð og flugi um Mið-Austurlönd

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lenti í morgun í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og ferðaðist hann einnig til Sádi-Arabíu. Hann hefur sjaldan lagt land undir fót frá því innrás Rússlands í Úkraínu hófst í fyrra.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Meirihluti fatlaðs fólks á erfitt með að ná endum saman, neitar sér um heilbrigðisþjónustu og metur andlega heilsu slæma. Rannsakendur segja sláandi niðurstöður hafa komið á óvart. Velferðarkerfið hefur brugðist og ráðamenn þurfa að bregðast að sögn forsvarsfólks hópsins.

Jóla­há­tíðin okkar snýr aftur

Jólahátíðin okkar, jólahátíð fyrir fatlaða, snýr aftur í kvöld. Hátíðin hefur verið haldin árlega í rúma fjóra áratugi en pása var gerð á henni undanfarin ár vegna faraldurs Covid.

Neituðu að sleppa Whelan og Gershkovich fyrir njósnara

Ráðamenn í Rússlandi höfnuðu nýlegu tilboði Bandaríkjamanna um frelsun Paul Whelan og Evan Gershkovich. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna segir tilboðið hafa verið umfangsmikið en sagði ekki af hverju því hefði verið hafnað.

Sjá meira