Orri Sigurður kallar leikmann Fram ræfil Orri Sigurður Ómarsson, leikmaður Vals í Bestu deild karla í fótbolta, og jafnframt bróðir Ómars Inga Guðmundssonar, þjálfara HK, tók ekki vel í það þegar derhúfa Ómars Inga var slegin af honum eftir dramatískan 2-1 sigur á Fram í næstsíðustu umferð deildarinnar. 22.10.2024 07:01
Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Bónus deild kvenna og NBA-deildin fer af stað Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag og kvöld. Alls eru 19 beinar útsendingar á dagskrá. 22.10.2024 06:02
Körfuboltakvöld: Tilþrif umferðarinnar í leiknum sem hefur stolið fyrirsögnunum Að venju var farið yfir tíu bestu tilþrif síðustu umferðar Bónus-deildar karla í körfubolta í Körfuboltakvöldi. 21.10.2024 23:31
Sigurmark Stones stóð réttilega og Saliba átti rauða skilið Dermot Gallagher dæmdi á sínum fjöldann allan af leikjum í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta. Í dag er hann dómarasérfræðingur Sky Sports og fer þar yfir stærstu ákvarðanir hverrar umferðar fyrir sig. Það var af nægu að taka um liðna helgi. 21.10.2024 22:46
Álftanes ekki í vandræðum á Akureyri Álftanes flaug áfram í VÍS-bikar karla í körfubolta eftir gríðarlega öruggan útisigur á Þór Akureyri. Tindastóll, Keflavík, Breiðablik, Selfoss og Snæfell eru einnig komin áfram. 21.10.2024 21:55
Fá annað tækifæri: Lengd framlengingar kærð Á miðvikudag mætast KA og Stjarnan að nýju á Akureyri í leik um Íslandsmeistaratitilinn í C-liða keppni 4. flokks drengja en þar spila drengir fæddir 2010 og 2011. Ekki verður allur leikurinn leikinn upp á nýtt heldur aðeins framlenging leiksins. Þá þarf KA að greiða ferðakostnað Stjörnunnar. 21.10.2024 21:32
Miðasala fyrir úrslitaleikinn í Víkinni fer fram á morgun Víkingur og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um sigur í Bestu deild karla í fótbolta á sunnudaginn kemur. Miðasala fyrir þennan stærsta leik sumarsins hefst á morgun og reikna má með að færri komist að en vilja. 21.10.2024 20:32
Styttist í að Íslandsmetið falli Það stefnir í að Íslandsmetið í bakgarðshlaupum falli í kvöld ef allt gengur upp. 21.10.2024 20:00
Arnór Ingvi skoraði eitt og annað dæmt af Arnór Ingvi Traustason átti virkilega góðan leik þegar Norrköping gerði 1-1 jafntefli við Brommapojkarna í efstu deild sænsku knattspyrnunnar í kvöld. Arnór Ingvi skoraði mark sinna manna og bætti öðru við sem var því miður dæmt af vegna rangstöðu. 21.10.2024 19:37
„Lekur af honum orkan og það er smá hundur í honum í líka“ „Drengirnir mínir kalla hann „him“ í staðinn fyrir Nim,“ sagði Helgi Már Magnússon um Nimrod Hilliard IV, leikmann KR í Bónus-deild karla í körfubolta, þegar farið var yfir sigur KR á Þór Þorlákshöfn í Körfuboltakvöldi. 21.10.2024 18:03