Íþróttafréttamaður

Runólfur Trausti Þórhallsson

Runólfur er íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2 Sport.

Nýjustu greinar eftir höfund

Shaw meiddur enn á ný

Vinstri bakvörðurinn Luke Shaw mun missa af upphafi ensku úrvalsdeildarinnar þar sem hann er meiddur á kálfa. Hann spilaði aðeins 15 leiki fyrir Manchester United á síðustu leiktíð en tókst samt sem áður að taka þátt á EM í sumar.

Fyrr­verandi þjálfari Gróttu eftir­sóttur

Chris Brazell var á dögunum sagt upp sem þjálfara Gróttu í Lengjudeild karla í fótbolta en félagið er í harði fallbaráttu. Hann staðfesti í stuttu spjalli við Vísi að nokkur lið í Bestu deild karla, sem og eitt í Bestu kvenna, hefði sett sig í samband en hann reiknar þó ekki með að fara neitt í dag, á Gluggadeginum sjálfum.

Arnór lagði upp í stór­sigri

Þónokkrir Íslendingar komu við sögu í enska deildarbikar karla í fótbolta í kvöld. Arnór Sigurðsson lagði upp eitt af sex mörkum Blackburn Rovers og Alfons Sampsted kom inn af bekknum í sínum fyrsta leik fyrir Birmingham City.

De Ligt og Mazra­oui endan­lega stað­festir sem leik­­menn Man Utd

Matthijs de Ligt er formlega genginn í raðir Manchester United. Félagaskiptin hafa legið lengi í loftinu en enska knattspyrnufélagið staðfesti þau loks nú rétt í þessu. Sömu sögu er að segja af bakverðinum Noussair Mazraoui. Báðir koma þeir frá Bayern München.

Pal­mer nú samnings­bundinn Chelsea næstu níu árin

Cole Palmer var ein af stjörnum ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð þegar hann var ljósið í myrkrinu hjá Chelsea. Lundúnafélagið hefur nú verðlaunað Palmer með því að framlengja samning hans til tveggja ára ásamt því að gefa honum veglega launahækkun.

Sjá meira