Arnar reyndi að fá Kára til að taka skóna af hillunni: „Ekki í myndinni“ Vegna manneklu Íslands- og bikarmeistara Víkings í öftustu línu bað Arnar Gunnlaugsson, þjálfari liðsins, miðvörðinn fyrrverandi Kára Árnason að taka skóna af hillunni. Kári starfar í dag sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingum. 5.7.2022 13:01
Búið að sparka Pochettino frá París Mauricio Pochettino hefur verið rekinn sem þjálfari Frakklandsmeistara París Saint-Germain. Argentínumaðurinn, sem lék með liðinu á sínum tíma, entist rétt rúma 18 mánuði í starfi. 5.7.2022 11:15
Loks vann Leiknir, Stjarnan bjargaði stigi líkt og KA Þrír leikir fóru fram í Bestu deild karla í fótbolta í gær. Hér að neðan má sjá mörkin úr leikjunum þremur. 5.7.2022 10:31
Stjörnur C-riðils: Markamaskína af guðs náð, sænskt varnartröll og harðjaxl frá Sviss Vísir heldur áfram að telja niður í Evrópumót kvenna sem fram fer í Englandi. Ísland er að fara á sitt fjórða Evrópumót í röð en hér að neðan verður farið yfir bestu leikmenn landanna sem skipa C-riðil. Þau eru Holland, Portúgal, Svíþjóð og Sviss. 5.7.2022 10:00
Alfreð æfir með Lyngby: Gæti spilað síðar í vikunni Alfreð Finnbogason æfir með lærisveinum Freys Alexanderssonar hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby. Gæti Alfreð spilað æfingaleik með liðinu á föstudaginn kemur. 5.7.2022 09:00
Skrifaði undir nýjan samning með vinstri Á mánudag tilkynnti þýska stórliðið Bayern München að markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefði skrifað undir samning við félagið til ársins 2026. Samningurinn var greinilega undirritaður nokkru á undan þar sem Cecilía Rán var enn með gifs á hægri hendi og átti í stökustu vandræðum við að skrifa undir með vinstri. 5.7.2022 08:30
Víkingar mæta til Malmö með sjálfstraustið í botni Íslands- og bikarmeistarar Víkings mæta Malmö ytra í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Víkingar mæta fullir sjálfstrausts í leikinn, sem er sýndur beint á Stöð 2 Sport, eftir átta sigurleiki í röð. 5.7.2022 08:01
Ronaldo kominn í ótímabundið leyfi og efstur á óskalista nýs eiganda Chelsea Það verður sjaldan sagt að það ríki lognmolla í kringum portúgalska framherjann Cristiano Ronaldo. Hann mætti ekki til æfinga hjá Manchester United í gær, er efstur á óskalista nýs eiganda Chelsea og er kominn í ótímabundið leyfi. 5.7.2022 07:30
Bæði Manchester-liðin vilja Gnabry Serge Gnabry, framherji Bayern München og þýska landsliðsins, virðist fáanlegur fyrir rétta upphæð. Hann á ár eftir af samningi sínum í Bæjaralandi og renna bæði Manchester-liðin hýru auga til leikmannsins. 4.7.2022 16:01
Man City staðfestir Phillips sem fær sex ára samning Enski miðjumaðurinn Kalvin Phillips er genginn í raðir Englandsmeistara Manchester City. Hann skrifaði undir sex ára samning við félagið. 4.7.2022 15:01