Valgeir Lunddal áfram á toppnum í Svíþjóð | Öruggt hjá Bayern Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allan leikinn í hjarta varnar Bayern München er liðið fór örugglega áfram í þýsku bikarkeppninni, lokatölur 7-0 Bæjurum í vil. Valgeir Lunddal Friðriksson er áfram á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar. 12.9.2022 20:45
Segist ekki búinn að ákveða hvað framtíðin ber í skauti sér: „Fjölskyldan tosar mig suður“ Þrátt fyrir frábæran árangur KA í Bestu deild karla í fótbolta á leiktíðinni er framtíð Arnars Grétarssonar, þjálfara liðsins, sögð í lausu lofti en samningur hans við félagið rennur út eftir tímabilið. 12.9.2022 20:01
Sutt í Vesturbæinn KR hefur samið við Saimon Sutt um að leika með liðinu í Subway deild karla í körfubolta á komandi leiktíð. Um er að ræða fjölhæfan 27 ára gamlan leikmann sem kemur frá Eistlandi. 12.9.2022 19:30
Íslendingalið Ribe-Esbjerg ekki í vandræðum með Nordsjælland Íslendingalið Ribe-Esbjerg vann öruggan tólf marka sigur á Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, lokatölur 35-23. 12.9.2022 18:16
Kolbrún Þöll sleit hásin og missir af EM Kolbrún Þöll Þorradóttir, landsliðskona í hópfimleikum, verður ekki með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu sem hefst síðar í vikunni. Hún sleit hásin á æfingu í gærkvöldi, mánudag. Ljóst er að um mikið áfall er að ræða fyrir Kolbrúnu Þöll sem og íslenska landsliðið. 12.9.2022 17:31
Búið að fresta hjá Man United og Liverpool um næstu helgi Þremur leikjum sem fram áttu að fara í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um komandi helgi hefur verið frestað. Þar á meðal er stórleikur Chelsea og Liverpool sem og leikur erkifjendanna Manchester United og Leeds United. 12.9.2022 17:00
„Ætlum líka að vera Evrópumeistarar, það er alveg á hreinu“ Róbert Aron Hostert fór í öxl í október á síðasta ári. Hann virðist hafa náð fyrri styrk en hann skoraði tólf þegar Valur vann nauman sigur á Aftureldingu, 25-24, í Olís deild karla á dögunum. 10.9.2022 08:01
Boehly vildi að Tuchel spilaði leikkerfið 4-4-3 Í ítarlegri grein The Athletic um brottrekstur Thomas Tuchel og hvað leiddi til hans er farið djúpt ofan í það sem hefur gengið á hjá enska knattspyrnufélaginu Chelsea undanfarna mánuði. Þar kemur fram að Todd Boehly, bandarískur eigandi félagsins, hafi stungið upp á að Tuchel myndi spila leikkerfið 4-4-3. 10.9.2022 07:00
Dagskráin: Meistarakeppni HSÍ, ítalski, sænski og golf Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag og kvöld. Alls verða átta meinar útsendingar á dagskrá. 10.9.2022 06:00
Koma Aurier þýðir að Forest hefur sótt tvö byrjunarlið af nýjum leikmönnum í sumar Það hefur verið mikið rætt og ritað um Nottingham Forest undanfarnar vikur en félagið komst loks upp í ensku úrvalsdeildina eftir meira en tveggja áratuga fjarveru. Til að auka möguleika sína á að halda sæti sínu hefur félagið sótt hvern leikmanninn á fætur öðrum, 22 alls. Það eru tvö heil byrjunarlið. 9.9.2022 23:30
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti