Íþróttafréttamaður

Runólfur Trausti Þórhallsson

Runólfur er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Rosengård enn með pálmann í höndunum eftir sigur­mark í blá­lokin

Það munaði minnstu að titilbaráttan í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta hefði opnast upp á gátt þegar Guðrún Arnarsdóttir og stöllur hennar í Rosengård voru við það að gera jafntefli við Vittsjö á heimavelli. Sigurmark í uppbótartíma þýðir að liðið er þó enn með þriggja stiga forystu á Kristianstad á toppi deildarinnar.

„Þetta eru alltaf bestu bikararnir“

„Mér líður frábærlega, þetta er titill sem er erfitt að vinna. Að vinna annað árið í röð, það hefur ekki verið gert oft undanfarin ár þannig mér finnst þetta frábært hjá okkur,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, eftir að titillinn var endanlega kominn í hús.

„Er hrika­lega stoltur af leik­mönnum liðsins “

„Ég vil óska Valskonum til hamingju með Íslands- og bikarmeistaratitilinn, þær eru vel að þessu komnar,“ sagði Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar, eftir leik dagsins þar sem Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu en Afturelding féll úr Bestu deildinni.

Ís­lands­meistarinn Þór­dís Hrönn: „Alveg sama hvort ég skori eða leggi upp svo lengi sem við vinnum“

„Mér líður svo vel, stórskrítið að taka ekki á móti bikarnum og svoleiðis núna en við bíðum spenntar eftir að taka á móti bikarnum í heimaleiknum 1. október. Þetta er bara geggjuð tilfinning,“ sagði sigurreif Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir eftir að Valur tryggði sér sinn annan Íslandsmeistaratitil á jafn mörgum árum með sigri á Aftureldingu í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag.

Sakaður um að láta ó­æski­leg um­mæli falla um samstarfskonu

Ime Udoka, þjálfari Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta, mun ekki stýra liðinu á komandi tímabili eftir að upp komst um framhjáhald hans með samstarfskonu sinni hjá félaginu. Nú hefur komið í ljós ummæli hans í garð annarrar samstarfskonu voru kveikjan að rannsókn Celtics á hegðun þjálfarans. 

Sjá meira