Rosengård enn með pálmann í höndunum eftir sigurmark í blálokin Það munaði minnstu að titilbaráttan í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta hefði opnast upp á gátt þegar Guðrún Arnarsdóttir og stöllur hennar í Rosengård voru við það að gera jafntefli við Vittsjö á heimavelli. Sigurmark í uppbótartíma þýðir að liðið er þó enn með þriggja stiga forystu á Kristianstad á toppi deildarinnar. 24.9.2022 19:30
„Þetta eru alltaf bestu bikararnir“ „Mér líður frábærlega, þetta er titill sem er erfitt að vinna. Að vinna annað árið í röð, það hefur ekki verið gert oft undanfarin ár þannig mér finnst þetta frábært hjá okkur,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, eftir að titillinn var endanlega kominn í hús. 24.9.2022 18:30
Slóvenía setti riðilinn í uppnám með sigir á Noregi Slóvenía kom til baka og vann Noreg 2-1 í leik liðanna í B-deild Þjóðadeildarinnar í dag. Sigur Norðmanna hefði komið liðinu í einkar góða stöðu í riðlinum en tap setur allt í uppnám. 24.9.2022 18:00
„Er hrikalega stoltur af leikmönnum liðsins “ „Ég vil óska Valskonum til hamingju með Íslands- og bikarmeistaratitilinn, þær eru vel að þessu komnar,“ sagði Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar, eftir leik dagsins þar sem Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu en Afturelding féll úr Bestu deildinni. 24.9.2022 17:25
Íslandsmeistarinn Þórdís Hrönn: „Alveg sama hvort ég skori eða leggi upp svo lengi sem við vinnum“ „Mér líður svo vel, stórskrítið að taka ekki á móti bikarnum og svoleiðis núna en við bíðum spenntar eftir að taka á móti bikarnum í heimaleiknum 1. október. Þetta er bara geggjuð tilfinning,“ sagði sigurreif Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir eftir að Valur tryggði sér sinn annan Íslandsmeistaratitil á jafn mörgum árum með sigri á Aftureldingu í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag. 24.9.2022 17:00
Skytturnar ekki í vandræðum með nágranna sína í Tottenham Arsenal vann þægilegan 4-0 sigur á nágrönnum sínum í Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeild kvenna í fótbolta í dag. Leikið var á Emirates vellinum og rúmlega 47 þúsund manns mættu á leikinn. 24.9.2022 15:46
Æfði sex sinnum í viku, var í þyngingarvesti og tók mörg hundruð útspörk á dag Þó hin 19 ára gamla Ceciía Rán Rúnarsdóttir sé um þessar mundir á meiðslalistanum þá hefur hún náð ótrúlegum árangri á stuttum tíma. Fótboltavefurinn GOAL telur hana eina af efnilegri leikmönnum heims og fór nýverið yfir uppgang þessa öfluga markvarðar sem í dag er samningsbundin þýska stórveldinu Bayern München. 24.9.2022 09:00
Sean Dyche um Heiðar Helguson: Þegar á leikdag var komið vildir þú alltaf hafa Heiðar í liðinu þínu Sean Dyche, fyrrum þjálfari Burnley, var gestur í hlaðvarpi Ben Foster, markvarðarins fyrrverandi. Fór Dyche yfir víðan völl og á einum tímapunkti varð Heiðar Helguson að umræðuefni þáttarins. 24.9.2022 08:01
Sakaður um að láta óæskileg ummæli falla um samstarfskonu Ime Udoka, þjálfari Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta, mun ekki stýra liðinu á komandi tímabili eftir að upp komst um framhjáhald hans með samstarfskonu sinni hjá félaginu. Nú hefur komið í ljós ummæli hans í garð annarrar samstarfskonu voru kveikjan að rannsókn Celtics á hegðun þjálfarans. 24.9.2022 07:00
Dagskráin í dag: Valur getur orðið Íslandsmeistari, handbolti, golf og rafíþróttir Það er mikið um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. BLAST Premier heldur áfram, það er spilað víða í golfi, Valur getur orðið Íslandsmeistari í fótbolta og þá eru tveir leikir í Olís deild kvenna í handbolta á dagskrá. 24.9.2022 06:00