Saka tryggði Skyttunum sigur í Noregi Bukayo Saka skoraði eina mark Arsenal í naumum 1-0 útisigri á Bodø/Glimt í Evrópudeildinni í fótbolta. Alfons Sampsted lék allan leikinn í hægri bakverði Noregsmeistaranna. 13.10.2022 18:35
Birkir áfram á Hlíðarenda Birkir Heimisson hefur skrifað undir nýjan samning við Bestu deildarlið Vals. Samningurinn gildir til þriggja ára. Valur greindi frá þessu á samfélagsmiðlum sínum fyrr í dag. 13.10.2022 17:45
Strákarnir af Skaganum horfðu í augun á mulningsvél Man City og bognuðu hvorki né brotnuðu Það var einfaldlega skítkalt þegar blaðamaður mætti á Parken, heimavöll FC Kaupmannahafnar, fyrir leik FCK og Manchester City í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Hvort það hafi haft áhrif á suðræna og seiðandi leikmenn gestaliðsins skal ósagt látið en leiknum lauk með markalausu jafntefli þar sem tveir ungir drengir frá Akranesi komu við sögu hjá heimaliðinu. 11.10.2022 23:30
„Mér finnst allt spennandi við Fram þessa dagana“ „Þeir dreifðu álaginu, mikið. Þeir eru með breidd og þetta er lið sem öll liðin í deildinni þurfa að taka alvarlega,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar um lið Fram sem gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara Vals í Olís deild karla á dögunum. 11.10.2022 07:01
Dagskráin í dag: Håland í Kaupmannahöfn, Meistaradeildarmörkin og Ljósleiðaradeildin Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag og kvöld. Fjöldi leikja er á dagskrá í Meistaradeild Evrópu sem og Meistaradeildarmörkin að þeim loknum. Þá er Ljósleiðaradeildin í Counter-Strike:Global Offensive á sínum stað. 11.10.2022 06:01
Íslandsmeistarinn Óskar Hrafn: „Þetta er öflug tilfinning, ég skal viðurkenna það“ „Ég veit það ekki, ég hef ekki verið út á velli og orðið Íslandsmeistari. Ég ætla að segja að það skipti engu máli hvar þú vinnur svo lengi sem það er í góðum hópi,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, þegar hann mætti til Guðmundar Benediktssonar í Stúkuna fyrr í kvöld. 10.10.2022 23:31
Þrettán leikir búnir og níu þjálfarar yfirgefið félög sín Þolinmæði er dyggð, nema þegar kemur að því að gefa knattspyrnuþjálfurum tíma til að snúa við slöku gengi liða sinna. Steve Bruce var fyrr í dag rekinn frá West Bromwich Albion í ensku B-deildinni. 10.10.2022 23:15
Jason Daði þarf að fara í aðgerð að loknu Íslandsmótinu Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, mætti til Guðmundar Benediktssonar í Stúkuna í kvöld eftir að titillinn var kominn í hús. Þar staðfesti hann að Jason Daði, vængmaður liðsins, hefði spilað meiddur stóran hluta Íslandsmótsins og þyrfti að fara í aðgerð eftir tímabilið. 10.10.2022 22:46
Fagnaðarlæti Íslandsmeistara Breiðabliks: Myndir og myndbönd Breiðablik varð í kvöld Íslandsmeistari karla í fótbolta. Liðið átti ekki leik en Víkingar, sem eru í öðru sæti, heimsóttu Stjörnuna í Garðabæ. Víkingar urðu að vinna þar sem þeir voru eina liðið sem átti tölfræðilegan möguleika á að ná toppliðinu. Það tókst ekki og því er Breiðablik Íslandsmeistari þó enn séu þrjár umferðir eftir af Bestu deildinni. 10.10.2022 21:55
Young tryggði Villa stig gegn Forest Nýliðar Nottingham Forest og Aston Villa gerðu 1-1 jafntefli í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 10.10.2022 21:30