Real á toppinn þrátt fyrir að misstíga sig Spánarmeistarar Real Madríd náðu toppsæti La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, á nýjan leik með 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Girona. Þó lærisveinar Carlo Ancelotti hafi komist á topp deildarinnar verður að segjast að liðið hafi stigið á bananahýði í dag. 30.10.2022 19:31
Aftur vann Ísland með fimm marka mun í Færeyjum Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann fimm marka sigur á Færeyjum þegar þjóðirnar mættust í vináttuleik ytra í Klaksvík í dag, lokatölur 27-22 Íslandi í vil. 30.10.2022 19:00
Hundraðasta mark Rashford tryggði Man United mikilvæg þrjú stig Manchester United fær West Ham í heimsókn á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni eftir góða viku í Evrópu þar sem Cristiano Ronaldo sneri aftur og fann líka skotskóna. 30.10.2022 18:15
Gísli Þorgeir frábær í sigri Magdeburg Þýskalandsmeistarar Magdeburg unnu öruggan átta marka sigur á Leipzig í úrvalsdeildinni í handbolta þar í landi. Gísli Þorgeir Kristjánsson var hreint út sagt frábær í liði Magdeburg á meðan Ómar Ingi Magnússon var heldur rólegur í tíðinni ef miða má við frammistöður hans undanfarin misseri. 30.10.2022 18:00
Valgeir Lunddal lagði upp þegar Häcken tryggði sér titilinn Valgeir Lunddal Friðriksson og liðsfélagar hans í Häcken eru sænskir meistarar eftir 4-0 stórsigur á Gautaborg í dag. 30.10.2022 16:59
Man United áfram með fullt hús stiga Manchester United er enn með fullt hús stiga í ensku úrvalsdeild kvenna í fótbolta, Það sem meira er þá á liðið enn eftir að fá á sig mark. Arsenal getur jafnað Man Utd að stigum með sigri á Dagnýju Brynjarsdóttur og stöllum hennar í West Ham United síðar í dag. 30.10.2022 16:30
LIV stefnir á að sækja fleiri kylfinga og semja um sjónvarpsrétt fyrir næsta ár Sádi Arabíska golfmótaröðin LIV kom eins og stormsveipur inn í íþróttaheiminn þegar margir af bestu kylfingum heims skiptu PGA út fyrir gylliboð LIV. Forsvarsmenn mótaraðarinnar hafa nú staðfest að stefnt sé að sækja fleiri stór nöfn fyrir næstu leiktíð sem og að semja um sjónvarpsrétt mótaraðarinnar fyrir næsta ár. 30.10.2022 08:01
„Þurfum að sýna gæði okkar á vellinum og berjast í gegnum þetta saman“ „Þetta var skref aftur á bak, algjörlega. Mér fannst við byrja vel en fengum svo á okkur þetta undarlega mark,“ sagði Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, eftir 2-1 tap gegn Leeds United í kvöld. 30.10.2022 07:01
Dagskráin í dag: Handbolti í Vestmannaeyjum, ítalski fótboltinn og spænski körfuboltinn, NBA, NFL og golf Það er vægast sagt nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Alls eru 11 beinar útsendingar á dagskrá í dag. Sunnudagur til sælu. 30.10.2022 06:00
Bjarni Mark skoraði úr glæsilegri hjólhestaspyrnu og lætur sig dreyma um úrvalsdeildina Bjarni Mark Antonsson skoraði fyrra mark Start í 2-1 sigri á Ranheim í norsku B-deildinni í fótbolta í dag. Markið var í glæsilegri kantinum og sjá má það hér að neðan. Start fer nú í umspil um sæti í norsku úrvalsdeildinni. 29.10.2022 23:31