Landsliðsmarkvörðurinn Sandra um HM í Katar: „Þetta er högg í magann“ Sandra Sigurðardóttir, markvörður Íslands- og bikarmeistara Vals sem og íslenska landsliðsins, var gestur í Silfrinu á RÚV í dag. Hún segir það högg í magann fyrir baráttu samkynhneigðra að heimsmeistaramót karla í knattspyrnu sé haldið í Katar. 27.11.2022 23:00
Messi færist nær Miami Lionel Messi mun að öllum líkindum ganga í raðir Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum í sumar. Hann yrði launahæsti leikmaður í sögu deildarinnar. Messi er ekki eini leikmaðurinn orðaður við Inter Miami en Sergio Busquets, fyrirliði spænska landsliðsins, er einnig sagður vera á leiðinni til félagsins. 27.11.2022 22:01
Þjóðverjar halda í vonina eftir jafntefli við Spán Spánn og Þýskaland gerðu 1-1 jafntefli í stórleik dagsins á HM í fótbolta. Að liðin deili með sér stigunum þýðir að Spánn er í kjörstöðu til að fara áfram í 16-liða úrslit þökk sé ótrúlegum 7-0 sigri á Kosta Ríka í fyrstu umferð mótsins. Þýskaland þarf hins vegar sigur gegn Kosta Ríka í lokaumferðinni sem og að treysta á að Spánn vinni Japan. 27.11.2022 21:00
Myndir frá mögnuðum sigri Íslands í Laugardalshöll Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta vann frækinn sigur á Rúmeníu í Laugardalshöll í dag, lokatölur 68-58. Hér að neðan má sjá myndir úr Laugardalshöllinni 27.11.2022 20:30
Dagný skoraði og Glódís Perla hélt hreinu Fyrirliðinn Dagný Brynjarsdóttir skoraði annað mark West Ham United í 2-0 sigri á Birmingham City í enska deildarbikarnum í fótbolta í dag. Þá stóð Glódís Perla Viggósdóttir vaktina í hjarta varnar Bayern München sem vann sannfærandi 2-0 sigur á Essen í þýsku úrvalsdeildinni í dag. 27.11.2022 18:46
Frábær endurkoma Króatíu sem ætlar sér langt í Katar Þrátt fyrir að lenda undir snemma leiks þá sneri Króatía taflinu sér í við og vann á endanum magnaðan 4-1 sigur á Kanada í F-riðli HM karla í fótbolta. 27.11.2022 18:00
Stórkostlegur Ómar Ingi í naumum sigri Ómar Ingi Magnússon átti hreint út sagt stórkostlegan leik í sigri Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Gísli Þorgeir Kristjánsson átti einnig leik en Ómar Ingi bar af að þessu sinni. 27.11.2022 17:31
Íhuga að fá Pulisic á láni til að fylla skarð Ronaldo Forráðamenn Manchester United íhugðu að sækja bandaríska landsliðsmanninn Christian Pulisic á láni frá Chelsea síðasta sumar. Áhuginn er enn sá sami og gæti Man United reynt að fá leikmanninn í sínar raðir þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar. 27.11.2022 17:00
Dagskráin í dag: Eitthvað fyrir alla Það er í raun lygileg dagskrá á rásum Stöðvar 2 Sport í dag og kvöld. Alls eru 15 beinar útsendingar á dagskrá. Við bjóðum upp á golf, fótbolta, handbolta, körfubolta, rafíþróttir og NFL. 27.11.2022 06:01
Stuðningsmaður Wales lést í Katar Velska knattspyrnusambandið hefur staðfest að einn stuðningsmaður velska landsliðsins hafi látist í Katar þar sem heimsmeistaramótið í fótbolta fer nú fram. Ekki er talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað. 26.11.2022 23:31
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið