Óvænt endurkoma Tuchel til Parísar í kortunum Thomas Tuchel gæti óvænt tekið við París Saint-Germain á nýjan leik en hann var rekinn frá liðinu í desember 2020. Núverandi þjálfari, Christophe Galtier, fær til 8. mars til að bjarga starfi sínu. 21.2.2023 17:00
Enginn er öruggur þegar fyrrverandi eigandi Leeds er nærri Hinn 66 ára gamli Massimo Cellino, fyrrverandi eigandi Leeds United og núverandi eigandi Brescia á Ítalíu, elskar að reka og ráða þjálfara. Segja mætti að það sé ástríða hans í lífinu. 21.2.2023 15:31
Segir sína menn þurfa að eiga tvo frábæra leiki til að komast áfram Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, segir sína menn þurfa að eiga tvo frábæra leiki til að slá Real Madríd út í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Að sama skapi Þjóðverjinn að Real þurfi ekki að eiga sína bestu leiki til að komast áfram. 21.2.2023 14:01
Forseti spænsku deildarinnar vill að forseti Barcelona segi af sér Þó það gangi loks vel innan vallar hjá Barcelona þá hefur enn einn skandallinn bankað upp á. Hefur Javier Tebas, forseti La Liga, sagt opinberlega að Joan Laporta, forseti Barcelona, ætti að segja af sér. 21.2.2023 12:30
Liverpool að finna taktinn í þann mund sem það undirbýr hefnd fyrir París Liverpool og Real Madríd mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Segja má að lærisveinar Jürgen Klopp eigi harma að hefna eftir að tapa fyrir Real í úrslitum keppninnar á síðustu leiktíð. Fyrri leikur liðanna fer fram á Anfield í kvöld og verður barist til síðasta manns. 21.2.2023 10:00
Hjálmar kallaður inn í hópinn fyrir leikina gegn Spáni og Georgíu Hjálmar Stefánsson, leikmaður Íslandsmeistara Vals í Subway deild karla í körfubolta, hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikina gegn Spáni hér heima og Georgíu ytra í undankeppni HM 2023. 21.2.2023 09:31
Snorri Steinn um stórleikinn að Hlíðarenda: „Allt meira og stærra“ Valur mætir franska liðinu PAUC í eiginlegum úrslitaleik um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildar karla í handbolta. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, segir sína menn orðna nokkuð sjóaða í leikjum sem þessum. 21.2.2023 09:01
Telja að Hákon Arnar ætti að kosta tæplega þrjá milljarða króna Hákon Arnar Haraldsson heldur áfram að gera það gott í dönsku úrvalsdeildinni þar sem hann spilar fyrir meistaralið FC Kaupmannahafnar. Hann var eftirsóttur í janúar og það er ljóst að ef FCK ákveður að selja leikmanninn mun það aðeins vera fyrir ágætis upphæð. 21.2.2023 08:30
Lögmál leiksins: „Það er vond vara“ „Nei eða Já“ var á sínum stað í Lögmál leiksins þar sem farið er yfir það helsta sem hefur drifið á daga NBA-deildarinnar í körfubolta. Farið var yfir fjölda deildarleikja sem stjörnur deildarinnar hvíla þessa dagana. Það er ekki góð vara sagði sérfræðingur þáttarins. 21.2.2023 07:00
Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Vals heldur áfram og stórleikur á Anfield Íslandsmeistarar Vals mæta franska liðinu PAUC á Hlíðarenda í Evrópudeild karla í handbolta í kvöld. Valsmenn láta sig enn dreyma um að komast áfram. Þá er boðið upp á sannkallaðan risaleik í Meistaradeild Evrópu þegar Liverpool og Evrópumeistarar Real Madríd mætast. 21.2.2023 06:00