Veðrið gæti sett strik í reikninginn á Englandi um helgina Mögulega þarf að fresta fjölmörgum knattspyrnuleikjum á Englandi um helgina, þar af nokkrum í úrvalsdeildinni, vegna veðurs. 10.3.2023 16:30
Hjálpaði til við að bjarga manni úr bíl sem var í ljósum logum Það var lukkulegt að K.J. Osborn, 25 ára gamall útherji Minnesota Vikings í NFL-deildinni, hafi farið til Austin, Texas í frí. Hann bjargaði á dögunum karlmanni úr alelda bifreið en lögreglan hefur staðfest að maðurinn hefði látist hefðu Osborn og aðrir vegfarendur ekki komið til bjargar. 8.3.2023 07:01
Dagskráin í dag: Allt undir í München og stórleikur í Ólafssal Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag og kvöld. Viðureign Bayern München og París Saint-Germain í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu ásamt leik Hauka og Keflavíkur í Subway-deild kvenna í körfubolta bera af. 8.3.2023 06:01
„Á ég að gera þetta, á ég að gera þetta? Já ég ætla að gera þetta“ Að venju valdi Körfuboltakvöld helstu tilþrif umferðarinnar eftir að 18. umferð í Subway deild karla í körfubolta lauk. Tilþrif umferðarinnar komu að þessu sinni úr Smáranum þar sem Breiðablik og Tindastóll mættust. 7.3.2023 23:31
„Mikið af tilfinningum í gangi „Ég er ekki viss, það var mikið af tilfinningum í gangi undir lokin,“ sagði Graham Potter, þjálfari Chelsea, eftir 2-0 sigur sinna manna á Borussia Dortmund í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Dortmund vann fyrri leikinn 1-0 og sótti stíft undir lok leiks. 7.3.2023 23:00
Chelsea sneri við taflinu gegn Dortmund og er komið áfram Chelsea hefur átt verulega erfitt uppdráttar undanfarið og var undir í einvígi sínu gegn Borussia Dortmund í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu fyrir leik kvöldsins á Brúnni. Lærisveinar Graham Potter léku líklega sinn besta leik undir hans stjórn og unnu góðan 2-0 sigur. 7.3.2023 22:10
Göngutúr í garðinum hjá Benfica sem fór örugglega áfram Benfica er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir öruggan 5-1 sigur á Club Brugge í Portúgal í kvöld. Benfica vann fyrri leik liðanna 2-0 og einvígið samtals 7-1. 7.3.2023 22:00
Wilder verður níundi þjálfari Watford síðan haustið 2019 Það verður seint sagt að mikið starfsöryggi fylgi því að þjálfa enska knattspyrnufélagið Watford. Slaven Bilić hefur verið rekinn og mun Chris Wilder taka við þjálfun liðsins. Hann verður 9. þjálfari Watford síðan Javi Gracia var rekinn í september 2019. 7.3.2023 21:30
Á leið í 50 leikja bann verði hann fundinn sekur Ja Morant, leikmaður Memphis Grizzlies í NBA-deildinni, gæti verið á leiðinni í 50 leikja bann fyrir að vera í „gangsteraleik.“ 7.3.2023 20:45
Sigurður í tveggja leikja bann vegna óviðeigandi hegðunar gagnvart Valskonum Aga- og úrskurðarnefnd HSÍ hefur úrskurðað Sigurð Bragason, þjálfara toppliðs ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta, í tveggja leikja bann vegna óviðeigandi hegðunar hans eftir toppslaginn gegn Val fyrir rúmri viku. 7.3.2023 20:00