Viktor Gísli og félagar í Nantes úr leik eftir tap í vítakeppni Franska handknattleiksfélagið Nantes féll í kvöld úr leik í umspilinu um sæti í 8-liða úrslitum í Meistaradeildar Evrópu. Tapið verður ekki súrara en einvígið fór alla leið í vítakeppni. Því miður fór Wisła Płock með sigur af hólmi þar eftir að skora úr öllum fimm vítaköstum sínum. 29.3.2023 20:45
Slæmt gengi Valencia í Evrópu heldur áfram Martin Hermannsson og félagar í Valencia virðast ekki vera á leið í úrslitakeppni EuroLeague ef marka má undanfarna leiki. Í kvöld tapaði liðið með 19 stiga mun gegn Rauðu stjörnunni, lokatölur 92-73. 29.3.2023 20:00
Barcelona örugglega í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Barcelona flaug inn í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu með 5-1 sigri á Roma í kvöld. Börsungar unnu einvígið samtals 6-1 og eiga því enn möguleika á að komast í úrslit þriðja árið í röð. 29.3.2023 18:45
Elskar Ísland og karakter Íslendinga Miloš Milojević þjálfaði á sínum tíma Víking og Breiðablik hér á landi en er í dag þjálfari Rauðu Stjörnunnar í heimalandi sínu Serbíu. Hann segist ánægður með að menn muni enn eftir sér hér á landi og segist elska bæði Ísland og karakterinn sem Íslendingar búa yfir. 29.3.2023 18:00
Elvar Már með tvöfalda tvennu í stórsigri Elvar Már Friðriksson sýndi á sér betri hliðarnar í stórsigri Rytas á Pieno žvaigždės í litáensku úrvalsdeildinni í körfubolta, lokatölur 118-73. 29.3.2023 17:31
Besta-spáin 2023: Fagurt og grænt á Eyjunni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 8. sæti Bestu deildar karla í sumar. 29.3.2023 10:00
Besta-spáin 2023: Sálin hans Jóns í Úlfarsárdalnum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 9. sæti Bestu deildar karla í sumar. 28.3.2023 10:01
Lögmál leiksins: „Það hlýtur að vera skandall“ Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í nýjasta þætti af Lögmál leiksins. Þar er að venju farið yfir stöðu mála í NBA-deildinni í körfubolta og að þessu sinni var smá sagnfræðileg tenging í fyrstu fullyrðingunni. 28.3.2023 06:37
Dagskráin í dag: Komið að endalokum á Evrópuævintýri Vals? Evrópudeild karla í handbolta er í aðalhlutverki á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Um er að ræða síðari leiki 16-liða úrslita keppninnar. 28.3.2023 06:00
Lögreglan hafði afskipti af Greenwood áður en hann var handtekinn Lögreglan hafði afskipti af Mason Greenwood, framherja Manchester United, áður en hann var handtekinn og sakaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás og stjórnandi hegðun. Allt gegn sömu konunni. 27.3.2023 23:30