Lögreglan hafði afskipti af Greenwood áður en hann var handtekinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. mars 2023 23:30 Mason Greenwood. Paul Currie/Getty Images Lögreglan hafði afskipti af Mason Greenwood, framherja Manchester United, áður en hann var handtekinn og sakaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás og stjórnandi hegðun. Allt gegn sömu konunni. Mason Greenwood var handtekinn snemma árs 2022 og hefur ekki spilað fyrir Man United síðan þann 19. janúar sama ár. Hann var upprunalega handtekinn eftir að kona sem hann var í sambandi með birti myndir af sér blóðugri og birti hljóðbrot þar sem heyra má Greenwodo reyna þvinga hana til samræðis. Í dag birti The Athletic ítarlega grein þar sem farið er ofan í saumana á hegðun leikmannsins áður en hann var handtekinn. Þar kemur fram að leikmaðurinn hafi ítrekað talið sig hafinn yfir lögin og betri en samherja sína. Police spoke to #MUFC about Greenwood during lockdown Senior staff offered guidance but no specialists brought in Man United have rejected offers from Turkish sides as internal investigation continuesThe story of Mason Greenwood & Manchester United. @lauriewhitwell— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 27, 2023 Þegar samkomubann var í Bretlandi vegna Covid-19 þá hafði lögreglan oftar en einu sinni afskipti af Greenwood. Hann sást þenja Mercedes-Benz bifreið sína í Altrincham-hverfinu í Manchester þegar fólki hafði verið ráðlagt að halda sig innandyra. Þá hélt hann reglulega partí í íbúð sem hann leigði í Salford. Lögreglan vissi af þessu en í stað þess að handtaka Greenwood þá lét hún Man United vita. Var þetta ekki í fyrsta skipti sem leikmaðurinn lenti í veseni á sínum stutta ferli. Ekki þurfti að leita langt aftur til að finna svipuð dæmi. Sem dæmi má nefna hegðun leikmannsins hér á landi, þar sem hann spilaði sinn eina A-landsleik. Þá kemur að hegðun leikmannsins hjá Man United. Hann mætti oftar en ekki seint á æfingar og stundum mætti hann ekki yfir höfuð. Átti starfsfólk félagsins oft erfitt með að komast að því hvar Greenwood væri. Ole Gunnar Solskjær, þáverandi þjálfari liðsins, varði leikmanninn þó í fjölmiðlum og sagði hann alltaf mæta á réttum tíma. Starfslið félagsins gerði það sem það gat til að aðstoða Greenwood þar sem félagið taldi hann hafa einstaka hæfileika. Það virðist ekki hafa gengið og var leikmaðurinn á endanum handtekinn fyrir atburði sem eru töluvert alvarlegri en að skrópa á æfingu. Mason Greenwood has presented challenges as well as huge promise throughout #MUFC career. Police visited Carrington over lockdown breaches. He missed Everton game after failing to report to team hotel.Qs for club over how issues handled. Full account:https://t.co/Sy2UmGZYyr— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) March 27, 2023 Greenwood er samt sem áður frjáls maður í dag eftir að saksóknarar létu málið falla niður þar sem lykilvitni í málinu höfðu dregið sig til hlés og vildu ekki bera vitni. Talsmaður embættis saksóknara sagði að ólíklegt væri að sakfelling myndi nást. Leikmaðurinn hefur þó ekki enn spilað fyrir Man United þar sem félagið segist vera að framkvæma sína eigin rannsókn. Hvort hann spili aftur fyrir félagið verður að koma í ljós en samningur hans rennur út sumarið 2025. Fótbolti Enski boltinn Kynferðisofbeldi Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjá meira
Mason Greenwood var handtekinn snemma árs 2022 og hefur ekki spilað fyrir Man United síðan þann 19. janúar sama ár. Hann var upprunalega handtekinn eftir að kona sem hann var í sambandi með birti myndir af sér blóðugri og birti hljóðbrot þar sem heyra má Greenwodo reyna þvinga hana til samræðis. Í dag birti The Athletic ítarlega grein þar sem farið er ofan í saumana á hegðun leikmannsins áður en hann var handtekinn. Þar kemur fram að leikmaðurinn hafi ítrekað talið sig hafinn yfir lögin og betri en samherja sína. Police spoke to #MUFC about Greenwood during lockdown Senior staff offered guidance but no specialists brought in Man United have rejected offers from Turkish sides as internal investigation continuesThe story of Mason Greenwood & Manchester United. @lauriewhitwell— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 27, 2023 Þegar samkomubann var í Bretlandi vegna Covid-19 þá hafði lögreglan oftar en einu sinni afskipti af Greenwood. Hann sást þenja Mercedes-Benz bifreið sína í Altrincham-hverfinu í Manchester þegar fólki hafði verið ráðlagt að halda sig innandyra. Þá hélt hann reglulega partí í íbúð sem hann leigði í Salford. Lögreglan vissi af þessu en í stað þess að handtaka Greenwood þá lét hún Man United vita. Var þetta ekki í fyrsta skipti sem leikmaðurinn lenti í veseni á sínum stutta ferli. Ekki þurfti að leita langt aftur til að finna svipuð dæmi. Sem dæmi má nefna hegðun leikmannsins hér á landi, þar sem hann spilaði sinn eina A-landsleik. Þá kemur að hegðun leikmannsins hjá Man United. Hann mætti oftar en ekki seint á æfingar og stundum mætti hann ekki yfir höfuð. Átti starfsfólk félagsins oft erfitt með að komast að því hvar Greenwood væri. Ole Gunnar Solskjær, þáverandi þjálfari liðsins, varði leikmanninn þó í fjölmiðlum og sagði hann alltaf mæta á réttum tíma. Starfslið félagsins gerði það sem það gat til að aðstoða Greenwood þar sem félagið taldi hann hafa einstaka hæfileika. Það virðist ekki hafa gengið og var leikmaðurinn á endanum handtekinn fyrir atburði sem eru töluvert alvarlegri en að skrópa á æfingu. Mason Greenwood has presented challenges as well as huge promise throughout #MUFC career. Police visited Carrington over lockdown breaches. He missed Everton game after failing to report to team hotel.Qs for club over how issues handled. Full account:https://t.co/Sy2UmGZYyr— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) March 27, 2023 Greenwood er samt sem áður frjáls maður í dag eftir að saksóknarar létu málið falla niður þar sem lykilvitni í málinu höfðu dregið sig til hlés og vildu ekki bera vitni. Talsmaður embættis saksóknara sagði að ólíklegt væri að sakfelling myndi nást. Leikmaðurinn hefur þó ekki enn spilað fyrir Man United þar sem félagið segist vera að framkvæma sína eigin rannsókn. Hvort hann spili aftur fyrir félagið verður að koma í ljós en samningur hans rennur út sumarið 2025.
Fótbolti Enski boltinn Kynferðisofbeldi Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjá meira