Segir KSÍ ekki hafa rætt við aðra þjálfara áður en Arnar var látinn fara Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir ekkert til í því að KSÍ hafi rætt við aðra þjálfara í aðdraganda þess að Arnar Þór Viðarsson var látinn fara sem þjálfari karlalandsliðsins. 17.4.2023 12:31
Ekki enn tapað þegar Casemiro, Fernandes og Eriksen byrja allir Manchester United hefur ekki enn tapað leik þegar Casemiro, Bruno Fernandes og Christian Eriksen spila saman. Alls hefur þríeykið spilað 17 leiki saman á leiktíðinni, 15 hafa unnist og tveir endað með jafntefli. 17.4.2023 12:00
Barist um nýjan bikar á Hlíðarenda í kvöld Meistarakeppni Knattspyrnusambands Íslands í kvennaflokki fer fram í kvöld. Þar verður í fyrsta skipti keppt um „Svanfríðarbikarinn.“ Frá þessu greindi KSÍ nú rétt í þessu. 17.4.2023 10:30
Játti því að Messi væri að snúa aftur á Nývang Joan Laporta, forseti Barcelona, játti því við stuðningsfólk félagsins nýverið að dáðasti sonur Börsunga, Lionel Messi, væri að snúa aftur til Katalóníu. 17.4.2023 10:01
Varamaðurinn Rui hetja Lakers | Giannis meiddist á baki Los Angeles Lakers byrjar úrslitakeppni NBA-deildarinnar af krafti en liðið vann 16 stiga sigur á Memphis Grizzlies í gærkvöld. Varamaðurinn Rui Hachimura nýtti mínúturnar sínar heldur betur vel. Milwaukee Bucks tapaði fyrir Miami Heat eftir að Giannis Antetokounmpo þurfti að yfirgefa völlinn í fyrsta leikhluta vegna meiðsla. 17.4.2023 09:30
Nýr landsliðsþjálfari um mál Gylfa Þórs: „Agaleg staða“ Åge Hareide, nýráðinn þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, hefur tjáð sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar. 17.4.2023 08:43
Mörkin úr Bestu: Blikar á beinu brautina, markamaskínan Ekroth og öll hin Öll mörkin úr 2. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu má sjá hér að neðan. 17.4.2023 08:31
Segir Bayern hafa sektað Mané um 45 milljónir Bayern München ku hafa sektað framherjann Sadio Mané um rúmar 45 milljónir íslenskra króna fyrir að hafa slegið Leroy Sané í andlitið eftir tapið gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu. Þá er talið að Thomas Tuchel vilji losna við Mané. 17.4.2023 08:01
„Í síðustu viku voru níu varnarmenn klárir, nú eru þeir fjórir“ Erik Ten Hag, þjálfari Manchester United, var sáttur með 2-0 sigur sinna manna á Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Hann var spurður út í meiðslakrísu liðsins en Rauðu djöflarnir voru án sjö leikmanna í Skírisskógi. 17.4.2023 07:00
Dagskráin í dag: Oddaleikur í Ólafssal, úrslitakeppni í Olís, Körfuboltakvöld, Seinni bylgjan og margt fleira Það er magnaður mánudagur framundan á rásum Stöðvar 2 Sport. Úrslitakeppni í Olís-deild kvenna í handbolta, oddaleikur í Subway-deild karla og þar fram eftir götunum. 17.4.2023 06:00