Chelsea á toppinn þegar tvær umferðir eru eftir Englandsmeistarar Chelsea eru komnar á topp ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-0 sigur á Dagnýju Brynjarsdóttur og stöllum í West Ham United. Einnig vann Arsenal 4-1 sigur á Everton. 17.5.2023 21:30
Man City í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir sannfærandi sigur á Evrópumeisturunum Manchester City er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir ótrúlegan 4-0 sigur á Real Madríd, ríkjandi Evrópumeisturum. Staðan í einvíginu var 1-1 eftir fyrri leik liðanna en heimamenn sýndu allar sínar bestu hliðar á meðan gestirnir áttu sér ekki viðreisnar von. 17.5.2023 20:50
Magdeburg í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Íslendingaliðið Magdeburg er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í handbolta eftir tveggja marka sigur á Wisla Plock í kvöld, lokatölur 30-28. 17.5.2023 19:16
Toney í átta mánaða bann Framherjinn Ivan Toney, leikmaður Brentford í ensku úrvalsdeildinni, hefur verið dæmdur í átta mánaða bann vegna 232 brota á veðmálareglum deildarinnar. 17.5.2023 17:47
Twitter yfir sigri Vals á Króknum: „Þvílíka ofmatið þetta Síki“ Valur lagði Tindastól í Síkinu á Sauðárkróki í fjórða leik liðanna í úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Sigurinn þýðir að oddaleik þarf til að útkljá hvaða lið verður Íslandsmeistari árið 2023. Líkt og svo oft áður lét fólk gamminn geisa á Twitter á meðan leik stóð. 16.5.2023 07:00
Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram á Hlíðarenda og undanúrslitaeinvígið í Mosfellsbæ Úrslitaeinvígi Vals og ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta heldur áfram á Hlíðarenda í kvöld. Þá verður loks ljóst hvort Afturelding eða Haukar komast í úrslit Olís-deildar karla. 16.5.2023 06:00
Ömurlegir mánuðir fyrir íþróttaaðdáendur í Philadelphia Sértu frá Philadelphia í Bandaríkjunum og elskar íþróttir má reikna með að það sé heldur þungt yfir þér um þessar mundir. Það hefur bókstaflega ekkert gengið upp hjá íþróttaliðum borgarinnar undanfarna sex mánuði. 15.5.2023 23:30
Vinstri bakvörður sem enginn þekkir í hópi með De Bruyne og Messi Þegar stoðsendingahæstu knattspyrnumenn Evrópu eru skoðaðir stendur eitt nafn sérstaklega upp úr. Það er Leif Davis, vinstri bakvörður Ipswich Town. Hefur hann gefið tvöfalt fleiri stoðsendingar en leikmenn á borð við Martin Ödegaard, Jack Grealish og Bruno Fernandes. 15.5.2023 22:32
Hetja Vals elskar lætin í Síkinu: „Svo góð orka hérna inni“ Frank Aron Booker var hetja Vals í mögnuðum sigri á Tindastól í Síkinu á Sauðárkróki. Með sigrinum tryggði Valur sér oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta, lokatölur 69-82. 15.5.2023 22:05
„Ef það eru okkar örlög að vinna þennan titil þá er þetta okkar leið að honum“ Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var heldur heimspekilegur þegar hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir tap Tindastóls gegn Val í Síkinu. Tapið þýðir að úrslit Subway-deildar karla í körfubolta ráðast í oddaleik á Hlíðarenda. 15.5.2023 21:25
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti