Spilaði kviðslitinn nær allt tímabilið Son Heung-min, framherji Tottenham Hotspur og Suður-Kóreu, hefur greint frá því að hann hafi spilað stóran hluta síðasta tímabils kviðslitinn. 15.6.2023 08:00
Banna kaup eins og þau þegar Glazer keypti Man United Eigendur félaga í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hafa bannað kaup þar sem kaupandi hleður skuldum á félagið sem verið er að kaupa. Hefði slíkt bann verið í gildi árið 2005 hefði Glazer-fjölskyldan aldrei eignast Manchester United. 15.6.2023 07:31
Getur ekki hætt og mun þjálfa þangað til hann verður 75 ára Gamla brýnið Neil Warnock hefur ákveðið að feta í fótspor Roy Hodgson og þjálfa fótbolta þangað til hann verður 75 ára gamall. Huddersfield Town staðfesti í dag að Warnock myndi stýra liðinu á næstu leiktíð eftir að hafa bjargað þeim frá falli á nýafstaðinni leiktíð. 14.6.2023 16:00
„Ekki veðja gegn feita stráknum“ Nikola Jokić er án efa einn allra besti körfuboltamaður heims um þessar mundir. Hann er nýbúinn að tryggja Denver Nuggets sinn fyrsta sigur í NBA-deildinni frá upphafi og er á leiðinni heim í verðskuldað frí. Það stefndi þó ekki í það þegar hann kom fyrst inn í deildina árið 2015. 14.6.2023 15:01
Úrslitin í leik Fylkis og KR standa þrátt fyrir kæru KR-inga Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur úrskurðað að úrslit í leik KR og Fylkis í Lengjudeild kvenna skuli standa. KR hafði kært leikinn á þeim grundvelli að Fylkir hefði teflt fram ólöglegum leikmanni í leiknum en Árbæingar unnu einkar sannfærandi 6-0 sigur. 14.6.2023 13:00
Félagaskiptagluggi Englands opnaður: Stór nöfn gætu verið á faraldsfæti Félagaskiptagluggi ensku úrvalsdeilda karla og kvenna í knattspyrnu hefur verið opnaður og má búast við flugeldum. Fjöldi stórra nafna mun skipta um lið í sumar fyrir upphæðir með svo mörgum núllum að við almúginn skiljum þær varla. Í tilefni þess tók Sky Sports saman hvaða 50 leikmenn er vert að fylgjast sérstaklega með í sumar. 14.6.2023 12:01
Bellingham orðinn leikmaður Real Knattspyrnumaðurinn Jude Bellingham er orðinn leikmaður Real Madríd. Gæti hann orðið dýrasti Englendingur sögunnar. 14.6.2023 10:30
Rahm segir kylfinga svikna en Koepka nýtur ringulreiðarinnar Færustu kylfingar heims virðast kunna misvel við samruna PGA- og LIV-mótaraðarinnar í golfi. Sumir segjast ekki skilja hvað er í gangi, aðrir líkja þessu við að vera stunginn í bakið á meðan enn aðrir njóta ringulreiðarinnar í botn. 14.6.2023 09:31
Gylltu riddararnir sigruðu eftir að pardusdýrin féllu á prófinu líkt og Miami Heat Leið Florida Panthers í úrslit NHL-deildarinnar í íshokkí var keimlík leið Miami Heat í úrslit NBA-deildarinnar í körfubolta. Líkt og Heat þurftu Panthers að játa sig sigraða í úrslitum þar sem Golden Knights hrósuðu sigri og lyftu Stanley-bikarnum. 14.6.2023 08:31
Heimildirnar frá Katar byggðar á sandi og enn óvíst hver eignast Man United Í gær, þriðjudag, bárust fréttir þess efnis að allt væri klappað og klárt er kæmi að nýjum eiganda enska knattspyrnuliðsins Manchester United. Þær fréttir reyndust þvættingur. 14.6.2023 06:00