Höskuldur um Evrópuleik kvöldsins: „Þurfum að vera trúir okkur sjálfum“ „Menn eru spenntir, stressaðir og tilhlökkunarsamir. Þetta er stór leikur og gaman að taka þátt í svona stórum viðburði. Það er alvöru tilhlökkun,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, um leik kvöldsins gegn Shamrock Rovers í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 18.7.2023 07:17
Dagskráin í dag: Breiðablik í Evrópu, Besta deild karla og Opna breska Það er sannarlega nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Við bjóðum upp á Breiðablik í Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu, Bestu deild karla í knattspyrnu, Opna breska meistaramótið í golfi og BLAST Premier. 18.7.2023 06:01
Rashford framlengir í Manchester þrátt fyrir erlend gylliboð Marcus Rashford, leikmaður enska knattspyrnuliðsins Manchester United, hefur framlengt samning sinn við félagið þrátt fyrir að gylliboð frá öðrum félögum. 17.7.2023 23:31
Að skemma spaðann kostar Djokovic milljón Hinn serbneski Novak Djokovic hefur verið sektaður um 8000 Bandaríkjadali eða rétt rúmlega eina milljón íslenskra króna fyrir að skemma tennisspaðann sinn í úrslitum Wimbledon-mótsins. 17.7.2023 23:01
Jóhann Ægir frá út árið Jóhann Ægir Arnarsson, varnarmaður FH í Bestu deild karla, mun ekki spila meira á þessari leiktíð eftir að slíta krossband í hné. Hann fer í aðgerð þann 9. ágúst og stefnir því í að hann missi einnig af meirihluta næstu leiktíðar. 17.7.2023 22:30
Hákon Arnar kynntur til leiks með eldfjallamyndbandi: Fær sjöuna Franska efstu deildarliðið Lille hefur kynnt Hákon Arnar Haraldsson til leiks. Hann kemur frá Danmerkurmeisturum FC Kaupmannahafnar en er uppalinn hjá ÍA á Akranesi. Engu var til sparað í kynningunni og þá mun Hákon Arnar klæðast treyju númer 7 hjá félaginu. 17.7.2023 20:41
FH í félagaskiptabann Karlalið FH í knattspyrnu er í félagaskiptabanni. Félagið fékk nýverið 30 daga til að greiða kröfu danska framherjans Morten Beck upp á 24 milljónir króna sem og sekt upp á 150 þúsund krónur. 17.7.2023 19:01
Hansen snýr aftur Danski handknattleikskappinn Mikkel Hansen snýr aftur á völlinn þegar lið hans Álaborg hefur nýtt tímabil. Hinn 35 ára gamli Hansen hefur ekki spilað síðan í febrúar á þessu ári vegna álags og stresseinkenna. 17.7.2023 18:01
Stefnir á endurkomu eftir baráttu við þunglyndi Hinn 31 árs gamli Dion Waiters stefnir á endurkomu í NBA-deildina en hann hefur ekki spilað í henni síðan hann var hluti af meistaraliði Los Angeles Lakers sumarið 2020. Hann hefur glímt við þunglyndi og segir mikilvægt fyrir fólk að tala við einhvern. 13.7.2023 08:01
Dagskráin í dag: Víkingar í Lettlandi, KA í Grafarholti, N1-mótið og margt fleira Það er vægast sagt nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Við bjóðum upp á íslensk lið í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta, Bestu deild karla í fótbolta, tölvuspil, golf að ógleymdu N1-mótinu á Akureyri. 13.7.2023 06:00