Gamall Giroud í lykilhlutverki hjá AC Milan Lengi lifir í gömlum glæðum og það sannaði hinn 36 ára gamli Oliver Giroud þegar AC Milan hóf tímabilið í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, með 2-0 útisigri á Bologna. 21.8.2023 20:56
Fjölnir pakkaði Grindavík saman Fjölnir vann 5-1 sigur á Grindavík í Lengjudeild karla í knattspyrnu í kvöld. Þá gerðu Ægir og Grótta 2-2 jafntefli en heimamenn í Ægi voru manni færri allan síðari hálfleikinn. 21.8.2023 20:35
Arnór Ingvi og Kristian Nökkvi á skotskónum Arnór Ingvi Traustason skoraði eitt af þremur mörkum Norrköping í 3-1 sigri liðsins á AIK í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sjá má markið í fréttinni. Kristian Nökkvi Hlynsson skoraði eina mark Jong Ajax í 1-2 tapi gegn Dr Graafschap í hollensku B-deildinni í knattspyrnu. 21.8.2023 20:00
Kinnbeinsbrotinn eftir átök helgarinnar Enski framherjinn Dominic Calvert-Lewin kinnbeinsbrotnaði í 4-0 tapi Everton gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Reikna má með að hann missi af næstu leikjum liðsins en Everton er sem stendur með 0 stig að loknum tveimur umferðum. 21.8.2023 19:31
Belgíska undrabarnið Doku á að fylla skarð Mahrez Belgíski landsliðsmaðurinn Jérémy Doku er á leið til Englands- og Evrópumeistara Manchester City frá franska liðinu Rennes. Frá þessu greinir ítalski „skúbbarinn“ Fabrizio Romano. 21.8.2023 18:45
Segir enga formlega beiðni hafa komið frá Breiðabliki Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, segir enga formlega beiðni hafa komið frá Íslandsmeisturum Breiðabliks um að færa leik liðanna og spila hann í komandi landsleikjahléi. 21.8.2023 17:46
Neymar mætti til Sádi-Arabíu á einkaþotu sem tekur fleiri hundruð farþega Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar er mættur til Sádi-Arabíu þar sem hann hefur skrifað undir samning við Al Hilal þar í landi. Kom hann til landsins með Boeing 737 einkaþotu en slík flugvél tekur fleiri hundruð farþega í hefðbundnu flugi. 21.8.2023 07:31
Dagskráin í dag: Serie A, Besta, Stúkan og undirbúningstímabil NFL-deildarinnar Alls eru fimm beinar útsendingar á dagskrá Stöðvar 2 Sport í dag. 21.8.2023 06:01
Heimsmeistarinn Hermoso ekki sátt með rembingskoss forseta spænska sambandsins Jennifer Hermoso spilaði stóran þátt í því að Spánn varð í fyrsta skipti heimsmeistari kvenna í knattspyrnu á sunnudag þegar liðið lagði England 1-0 í úrslitum. Ásamt því að fá gullverðlaun sín frá forseta spænska knattspyrnusambandsins fékk hún einnig óumbeðinn rembingskoss. 20.8.2023 23:31
Nítján ára gömul en orðið heimsmeistari í þremur aldursflokkum Hin 19 ára gamla Salma Paralluelo skráði sig á spjöld sögunnar þegar Spánn varð heimsmeistari kvenna í knattspyrnu þökk sé 1-0 sigri á Englandi fyrr í dag, sunnudag. 20.8.2023 23:00