Íslendingalið Leipzig tapaði naumlega fyrir Refunum frá Berlín Füchse Berlin byrjar tímabilið í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta með naumum tveggja marka sigri á Íslendingaliði Leipzig. Rúnar Sigtryggsson er þjálfari Leipzig og þá spila Andri Már Rúnarsson og Viggó Kristjánsson með liðinu. 28.8.2023 18:50
Ásmundur hættur með Breiðablik Ásmundur Arnarsson er hættur sem þjálfari Breiðabliks í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Frá þessu greindi félagið nú rétt í þessu. 28.8.2023 18:10
Hættur að æfa til að þvinga í gegn félagaskiptum til Man City Matheus Nunes, miðjumaður enska knattspyrnuliðsins Wolverhampton Wanderers, er farinn í verkfall til þess að þvinga í gegn vistaskiptum sínum til Englandsmeistara Manchester City. 28.8.2023 17:31
„Allavega vill maður geta leikið sér við börnin sín í framtíðinni“ Á sunnudag fer 18. umferð í Bestu deild kvenna í knattspyrnu fram. Um er að ræða síðustu umferð hefðbundinnar deildarkeppni áður en tvískipting á sér stað. Að því tilefni fékk Helena Ólafsdóttir til sín góðan gest, Mist Edvardsdóttur – fyrrverandi leikmann Vals, KR og Aftureldingar hér á landi. 26.8.2023 08:00
Maðurinn sem tryggði Argentínu heimsmeistaratitilinn kærður fyrir nauðgun Gonzalo Montiel, nýjasti leikmaður Nottingham Forest og maðurinn sem tryggði Argentínu heimsmeistaratitilinn í desember síðastliðnum, hefur verið kærður fyrir nauðgun í heimalandi sínu. 26.8.2023 07:00
Dagskráin í dag: Fótbolti út um allt, Formúla 1, hafnabolti og golf Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Við bjóðum upp á fótbolta frá Íslandi, Ítalíu og Þýskalandi ásamt því að vera með Formúlu 1, hafnabolta og golf. 26.8.2023 06:00
„Hann er sköpunarvél“ Kevin De Bruyne, miðjumaður Englands- og Evrópumeistara Manchester City, telur Bruno Fernandes mest skapandi miðjumann ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. 25.8.2023 23:32
Grindavík skoraði sjö og felldi Ægi Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í knattspyrnu í kvöld. Grindavík vann Ægi 7-2 og felldi liðið þar með niður í 2. deild. Njarðvík vann Þór Akureyri 3-0, ÍA vann Selfoss 1-0 og Grótta gerði 2-2 jafntefli við Þrótt Reykjavík. Þá vann Fylkir 3-2 sigur á Fram í Lengjudeild kvenna. 25.8.2023 22:46
Bellingham sá til þess að Real er með fullt hús stiga Jude Bellingham er við það að verða vinsælasti leikmaður Real Madríd en enski miðjumaðurinn virðist kunna einkar vel við sig á Spáni. Hann tryggði Real nauman útisigur á Celta Vigo í kvöld. 25.8.2023 22:00
Hermoso stendur föst á sínu og er hætt í landsliðinu á meðan Rubiales er við völd Jenni Hermoso, heimsmeistari með Spáni, hefur tjáð sig um atvikið sem átti sér stað að loknum úrslitaleik HM í knattspyrnu. Auk þess að fá verðlaunapening sinn afhentan frá Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins, fékk hún einnig óumbeðinn rembingskoss. 25.8.2023 21:20