Orri Steinn skoraði í toppslagnum Danmerkurmeistarar FC Kaupmannahafnar gerðu 2-2 jafntefli við Nordsjælland á útivelli í dönsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Orri Steinn Óskarsson skoraði fyrsta mark leiksins. 16.9.2023 16:20
Brighton batt enda á góðan árangur Man United á heimavelli Fyrir leik dagsins á Old Trafford hafði Manchester United leikið 31 leik án þessa að bíða ósigurs á heimavelli. Brighton & Hove Albion gat vart verið minna sama um þann árangur en gestirnir hrósuðu 3-1 sigri í stórskemmtilegum leik. 16.9.2023 15:55
„Að eiga möguleika að vera á þessum stalli gerir mig mjög stoltan“ Arnar Gunnlaugsson getur stýrt Víkingum til sigurs í Mjólkurbikar karla í knattspyrnu á morgun, laugardag. Það yrði hans fjórði bikarmeistaratitill í röð en aðeins Guðjón Þórðarson hefur afrekað það áður hér á landi. 16.9.2023 08:01
Beittur kynþáttaníði og sagt að fremja sjálfsmorð Alexander Mattison, hlaupari Minnesota Vikings í NFL-deildinni, mistókst að skora snertimark þegar hann missti boltann í tapi Víkinganna gegn Philadelphia Eagles á fimmtudag. Í kjölfarið fékk hann fjölda viðbjóðslegra skilaboða á samfélagsmiðlum. 16.9.2023 07:01
Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og stórleikir á Ítalíu Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag, alls eru 17 beinar útsendingar á dagskrá. 16.9.2023 06:01
Man United sótti fjórar á gluggadegi Það var nóg um að vera á skrifstofu kvennaliðs Manchester United en silfurliðið frá síðustu leiktíð í ensku úrvalsdeildar kvenna í knattspyrnu samdi við fjóra leikmenn í gær en glugginn til þess að sækja leikmenn er nú lokaður. 15.9.2023 23:31
Hallgrímur fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Víkingum: Vitum hvar við getum meitt þá „Það er bara fínt spennustig. Búnir að undirbúa okkur vel, fara yfir Víkingsliðið og erum klárir í leikinn,“ sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, sem mætir Víking í úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu á Laugardalsvelli á morgun, laugardag. 15.9.2023 22:46
Nýliðar Víkings unnu Íslandsmeistara ÍBV og Grótta lagði HK Tveir leikir fóru fram í Olís deild karla í handbolta í kvöld. Nýliðar Víkings unnu óvæntan fimm marka sigur á Íslandsmeisturum ÍBV, 31-26. Grótta vann HK með eins marks mun, 27-26. 15.9.2023 21:15
Nice lagði PSG í París Frakklandsmeistarar París Saint-Germain töpuðu 2-3 fyrir Nice á heimavelli í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 15.9.2023 21:05
Leverkusen á toppnum eftir að ná í stig gegn Bayern Þýskalandsmeistarar Bayern München gerðu 2-2 jafntefli við Bayer Leverkusen í eina leik dagsins í þýsku úrvalsdeild karla í fótbolta. Gestirnir í Leverkusen jöfnuðu metin í blálokin. 15.9.2023 20:40
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent