Óvíst hvort Tryggvi Hrafn verði meira með Val á leiktíðinni Tryggvi Hrafn Haraldsson er að glíma við meiðsli á rist og óvíst er hvort hann verði meira með Val í Bestu deild karla í knattspyrnu. Valur er í 3. sæti þegar fjórar umferðir eru eftir, 13 stigum á eftir toppliði Breiðabliks. 25.9.2024 16:59
„Hún var frábær eiginkona, mögnuð móðir sem og amma“ Sir Alex Ferguson, hinn goðsagnakenndi þjálfari Manchester United, settist niður á dögunum og ræddi eiginkonu sína heitina, Cathy. Einnig ræddi hann heilabilanir og hvað hann hefur gert til að halda sér sem skörpustum í ellinni. 22.9.2024 07:02
Dagskráin í dag: Formúla 1, Bestu deildirnar, Sveindís Jane og NFL Það er svo mikið um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag að það er nánast of mikið. Við bjóðum upp á veislu í Bestu deildum karla og kvenna, Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur í Wolfsburg, NFL, NHL og golf. 22.9.2024 06:01
McGregor fær ekki keppinaut fyrr en hann er leikfær á ný Dana White, forseti UFC-bardagasambandsins, segir Conor McGregor ekki fá staðfestan keppinaut fyrr en hann er orðinn leikfær og geti gefið dagsetningu á næsta bardaga sínum. 21.9.2024 23:31
„Átum þá lifandi í fyrri hálfleik“ Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var sáttur með frammistöðu sinna manna í fyrri hálfleik gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeild karla á laugardag. Liðið náði hins vegar ekki að skora og þurfti á endanum að treysta á hetjudáðir Andrés Onana til að fá stig út úr leiknum. 21.9.2024 23:31
Norris á ráspól í Singapúr Lando Norris hafði betur gegn sínum helsta keppinaut í baráttunni um heimsmeistaratitil Formúlu 1 og hefur leik í kappakstur helgarinnar á ráspól. Max Verstappen, margfaldur heimsmeistari, kemur þar á eftir. 21.9.2024 23:02
Fínn leikur Íslendinganna í Þýskalandi dugði ekki til Íslendingalið Melsungen mátti þola tap í þýsku úrvalsdeild karla í handbolta í kvöld. Sömu sögu er að segja af Ými Erni Gíslasyni og félögum í Göppingen. Aldís Ásta Heimisdóttir átti hins vegar góðan leik þegar lið hennar Skara vann stórsigur í Svíþjóð. 21.9.2024 22:16
Jafnt hjá PSG og Galatasaray vann stórleikinn í Tyrklandi Frakklandsmeistarar París Saint-Germain gerðu nokkuð óvænt 1-1 jafntefli við Reims í efstu deild karla þar í landi. Þá vann Galatasaray 3-1 sigur á Fenerbahçe í uppgjöri toppliða Tyrklands. 21.9.2024 21:32
Setja pressu á Barcelona með sigri Spánarmeistarar Real Madríd setja pressu á topplið Barcelona með 4-1 sigri sínum á Espanyol í La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Nú munar aðeins stigi á liðunum en Börsungar eiga þó leik til góða. 21.9.2024 21:00
Sjáðu mark Brynjars Inga og stoðsendingu Viðars Ara Ham-Kam vann 5-0 stórsigur á Lilleström í efstu deild norsku knattspyrnunnar í kvöld. Brynjar Ingi Bjarnason var meðal markaskorara og þá lagði Viðar Ari Jónsson upp eitt markanna. 21.9.2024 20:16