Saka missir af landsleikjum Englands vegna meiðsla Vængmaðurinn Bukayo Saka verður ekki með enska landsliðinu í komandi verkefni. Hann missti af sigri Arsenal á Manchester City í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar en fyrir það hafði hann spilað í 87 deildarleikjum í röð. 9.10.2023 19:01
Dofri leggur skóna á hilluna Dofri Snorrason hefur ákveðið að kalla þetta gott og hefur lagt skóna á hilluna eftir þrettán ár í meistaraflokki karla í knattspyrnu. Hann hóf ferilinn með uppeldisfélaginu KR en hefur einnig spilað fyrir Víking, Selfoss og Fjölni á ferli sínum. 9.10.2023 18:30
Ekroth í Víkinni til 2026 Oliver Ekroth, miðvörður Íslands- og bikarmeistara Víkings, hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2026. 9.10.2023 17:46
„Sjálfstraust, getur ekki keypt eða fundið það, ef þú ert með það þá ert með það" Ragnar Ágúst Nathanaelsson átti góðan leik þegar Hamar fékk Keflavík í heimsókn í 1. umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Keflavík vann á endanum leikinn en lenti svo sannarlega í vandræðum með nýliðana. Frammistaða Ragnars var til umræðu í Körfuboltakvöldi. 8.10.2023 13:01
Tryggvi Snær frábær í sigri Bilbao Tryggvi Snær Hlinason lét heldur betur til sín taka undir körfunni í sigri Bilbao á Murcia í spænsku úrvalsdeild karla í körfubolta. 8.10.2023 12:36
Spilaði einn með sorgarband til heiðurs Cathy Ferguson Ashley Young vottaði Cathy Ferguson virðingu sína þegar Everton mætti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni á laugardag. Hann lék einna leikmanna með sorgarband í leiknum. 8.10.2023 12:30
Sjáðu hetjudáðir markvarðarins Giroud Framherjinn og markvörðurinn Olivier Giroud reyndist hetja AC Milan þegar liðið lagði Albert Guðmundsson og félaga í Genoa í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í gærkvöld. 8.10.2023 12:01
Þrenna Erlings, tvenna Kjartans Henry, skjöldur á loft og öll hin mörkin Lokaumferð Bestu deildar karla fór fram í gær að einum leik undanskildum. Erling Agnarsson skoraði þrennu áður en Víkingar lyftu Íslandsmeistaraskildinum, Kjartan Henry Finnbogason skoraði tvennu gegn sínum gömlu félögum og ÍBV féll eftir jafntefli í gegn Keflavík. 8.10.2023 11:30
Rooney hættur hjá DC United Knattspyrnustjórinn Wayne Rooney hefur sagt starfi sínu lausu hjá bandaríska liðinu DC United. Liðið endaði í 9. sæti austursins í MLS-deildinni. 8.10.2023 11:01
Varin skot talin flottustu tilþrif 1. umferðar Subway-deildar karla „Tilþrifin“ voru á sínum stað í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Alls voru tíu atvik valin, hveert öðru glæsilegra. 8.10.2023 10:30
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent