Dagskráin í dag: Íshokkí, pílukast og Lögmál leiksins Það er fjölbreytt dagskrá á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. 13.11.2023 06:00
Með brotið rifbein eftir að keyrt var á hann Keyrt var á Kelly Oubre Jr., leikmann Philadelphia 76ers í NBA-deildinni í körfubolta, á laugardag. 12.11.2023 23:01
Kýs að vinna 7-0 en sættir sig við jafntefli í dag „Þetta var góð auglýsing fyrir ensku úrvalsdeildina og skemmtilegur leikur sem bæði lið vildu vinna,“ sagði Pep Guardiola, þjálfari Englandsmeistara Manchester City, eftir ótrúlegt 4-4 jafntefli sinna manna við Chelsea á Brúnni í Lundúnum. 12.11.2023 22:15
Inter á toppinn á Ítalíu Inter er komið á topp Serie A, ítölsku úrvalsdeildina í knattspyrnu, þökk sé 2-0 sigri á Frosinone í síðasta leik dagsins. 12.11.2023 21:46
Líkar illa við nær alla dómara Englands Roberto De Zerbi, þjálfari Brighton & Hove Albion, var allt annað en sáttur þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu fyrr í dag. Sagði þjálfarinn að honum væri illa við 80 prósent allra dómara á Englandi. 12.11.2023 21:30
Skytturnar komu til baka gegn Refunum Arsenal kom til baka eftir að lenda 2-0 undir gegn Leicester City í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu á Englandi. Englandsmeistarar Chelsea unnu Everton örugglega 3-0 og Manchester United vann lið Dagnýjar Brynjarsdóttir, West Ham United, 5-0. 12.11.2023 21:01
Glódís Perla áfram á toppnum í Þýskalandi Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Bayern München eru áfram á toppnum í þýsku úrvalsdeildinni eftir 2-0 sigur á Duisburg í dag. 12.11.2023 20:30
Þriðja árið í röð sem Magdeburg sigrar HM félagsliða Í dag lauk Super Globe-keppninni í handbolta, um er að ræða hálfgert HM félagsliða. Fór Íslendingalið Magdeburg með sigur af hólmi eftir framlengdan leik gegn Füchse Berlín. Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason voru valdir í úrvalslið mótsins. 12.11.2023 19:46
ÍBV úr leik í Evrópu ÍBV er fallið úr leik í Evrópubikar kvenna í handbolta eftir þrettán marka tap fyrir Madeira í kvöld, lokatölur 36-23. 12.11.2023 19:29
Markalaust í Róm Lazio og Roma gerðu markalaust jafntefli í borgarslagnum um Róm í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. 12.11.2023 19:15