Íþróttafréttamaður

Runólfur Trausti Þórhallsson

Runólfur er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Völdu Albert í lið ársins

Fjölmiðillinn IFTV, Italian Football, TV, hefur valið landsliðsmanninn Albert Guðmundsson í lið ársins í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu.

„Spilum eins og það sé enginn morgun­dagur“

Daniel Mortensen setti niður þriggja stiga skot þegar 21 sekúnda var eftir af leik Grindavíkur og Vals í úrslitum Subway-deildar karla. Staðan þá var jöfn 89-89 en karfan frá Mortensen svo gott sem tryggði sigur Grindavíkur sem hefur nú jafnað metin í einvíginu. Daninn var því eðlilega kampakátur þegar hann mætti í viðtal eftir leik.

Tuchel daðrar við Man United og Chelsea

Þýski knattspyrnustjórinn Thomas Tuchel virðist hafa mikinn áhuga á að snúa aftur til Englands en hann stýrði Chelsea frá janúar 2021 til síðla árs 2022. Hann er nú orðaður við Manchester United sem og Chelsea á nýjan leik.

Hlín á skotskónum og Guð­rún vann toppslaginn

Hlín Eiríksdóttir skoraði bæði mörk Kristianstad sem vann 2-0 útisigur á Vaxjö í efstu deild kvenna í fótbolta í Svíþjóð. Guðrún Arnardóttir stóð vaktina í vörn Rosengård sem lagði Hammarby í toppslag deildarinnar.

Sverrir Ingi á skotskónum í ó­trú­legum leik

Miðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason bjargaði stigi fyrir Midtjylland þegar liðið kom til baka eftir að lenda 3-0 undir gegn Nordsjælland í næstsíðustu umferð dönsku úrvalsdeildar karla í fótbolta. Lokatölur 3-3 og Midtjylland nú jafnt Bröndby að stigum fyrir lokaumferðina.

Liver­pool stað­festir komu Slot

Enska knattspyrnufélagið Liverpool hefur staðfest að hinn hollenski Arne Slot verði næsti þjálfari liðsins. Hann skrifar undir þriggja ára samning.

Víkingarnir fyrr­verandi öflugir í Noregi

Júlíus Magnússon og Logi Tómasson, fyrrverandi leikmenn Víkings hér á landi, spiluðu í dag stóra rullu í sigrum liða sinna í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Sjá meira