Shaw að verða klár í slaginn með Englandi Luke Shaw, leikmaður enska landsliðsins og Manchester United, er byrjaður að æfa á ný eftir löng meiðsli. Hann gæti því verið til taks þegar England mætir Slóveníu í lokaleik riðlakeppni EM karla í fótbolta eða þá í útsláttarkeppninni. 24.6.2024 17:30
UEFA svarar gagnrýni vegna seinagangs Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur svarað gagnrýni varðandi hversu langan tíma það tók að koma börum og aðstoð til Barnabás Varga eftir að hann meiddist illa í leik Ungverjalands og Skotlands á EM karla í knattspyrnu í gær, sunnudag. 24.6.2024 17:16
Vilja spila leik í ensku C-deildinni á bandarískri grundu Eigendur enska knattspyrnuliðsins Birmingham City hafa biðlað til forráðamanna ensku C-deildarinnar að heimaleikur þess við Hollywood-liðið Wrexham fari fram í Bandaríkjunum. 24.6.2024 16:30
Snæfríður Sól á Ólympíuleikana í París Sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir mun keppa fyrir Ísland á Ólympíuleikunum sem fram fara í París síðar í sumar. 24.6.2024 16:00
KSÍ mun ekki aðhafast frekar vegna kvörtunar Vestra Knattspyrnusamband Íslands mun ekki aðhafast frekar í kvörtunar Vestra vegna atviks sem átti að hafa átt sér stað í leik liðsins gegn Fylki í Bestu deild karla nýverið. 24.6.2024 15:31
Brynjólfur á leið til Hollands eins og bróðir sinn Brynjólfur Andersen Willumsson er við það að ganga í raðir hollenska efstu deildarfélagsins Groningen. Hann hefur undanfarin ár leikið með Kristianstund í Noregi. 24.6.2024 15:01
Fækkar um tvo í herbúðum KR Leikmannahópur KR hefur minnkað talsvert en þeir Lúkas Magni Magnason og Moutaz Neffati spila ekki meira með liðinu á þessari leiktíð. KR greinir frá á samfélagsmiðlum sínum. 24.6.2024 14:31
Dró fram Yu-Gi-Oh!-spil og tryggði sig inn á Ólympíuleika Noah Lyles, ríkjandi heimsmeistari í 100 metra hlaupi karla, tryggði sig um helgina inn á Ólympíuleikana sem fram fara í París síðar í sumar. Virðist lukkugripur hans hafa hjálpað honum að þessu sinni. 24.6.2024 12:31
Árni Marinó bestur á meðan atvinnumaðurinn fyrir vestan skrapar botninn Hefðbundin deildarkeppni Bestu deildar karla í fótbolta er nú hálfnuð. Línur eru farnar að skýrast, hinir ýmsu leikmenn farnir að gera sig gildandi og aðrir við það að vera stimplaðir sem vonbrigði ársins. 24.6.2024 12:00
Reese bætti met þegar hún sökkti Clark í uppgjöri nýliðanna Angel Reese hafði betur gegn Caitlin Clark í því sem kalla mætti uppgjöri nýliða WNBA-deildarinnar í körfubolta. Þær tvær vöktu gríðarlega athygli í bandaríska háskólaboltanum á síðustu leiktíð og hafa haldið því áfram í upphafi leiktíðar. 24.6.2024 11:30