Sjálfið okkar: Að sporna við þessu endalausa samviskubiti Það er með ólíkindum hvað samviskubit getur verið þrálátt. Poppað upp í tíma og ótíma og nánast orðið að viðvarandi tilfinningu eða líðan. 21.3.2023 07:00
„Við vorum alveg skíthrædd fyrst og hugsuðum bara með okkur Úff!“ „Við vorum alveg skíthrædd fyrst og hugsuðum bara með okkur Úff! Spurðum þau hjá VIRK hvort þau væru viss um að þau vildu blanda sér í þessa umræðu,“ segir Rósa Hrund Kristjánsdóttir hönnunarstjóri Hvíta hússins þegar hún rifjar upp aðdraganda þess að auglýsingaherferðin Það má ekkert lengur var búin til. 20.3.2023 07:01
Merkilegur andskoti hvað klukkan verður fljótt fimm Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sviðstjóri tónlistarsviðs Menningarfélags Akureyrar, framkvæmdastjóri Sinfonia Nord/Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, tónskáld og gítarleikari leggur mikinn metnað í matargerð svo ekki sé meira sagt. Þar dugir ekkert minna en tveggja til þriggja tíma matargerð, allt gert frá grunni. 18.3.2023 10:00
Vanhæfir leiðtogar: Sjálfstraust oft misskilið sem hæfni Rannsóknir hafa sýnt að eitt stærsta vandamál heimsins felst í því að of margir eru í leiðtogastöðum, sem þó hafa ekki hæfni til þess. Skýringin er sögð sú að of oft misskilst sjálfstraust fyrir hæfni. 17.3.2023 07:01
Vinkonur og vinna: „Þetta er ekkert ólíkt því að eiga maka í vinnunni!“ „Við kynnumst þegar við fórum báðar í markþjálfun og uppgötvuðum hvað við ættum ofboðslega margt sameiginlegt. Hin talaði og þá hugsaði maður: Hvernig vissi hún þetta um mig? Þetta var eins og að kynnast systur sem ég vissi ekki að ég ætti,“ segir Erla Björnsdóttir mannauðstjóri Sjúkrahússins á Akureyri og skellihlær. 16.3.2023 07:01
Besti vinurinn stundum besti meðmælandi vinnustaðarins Bjarni Benediktsson verkefnastjóri og Daniel Kristinn Gunnarsson hönnunararkitekt starfa báðir hjá Advania. 15.3.2023 07:01
Sjálfið okkar: Um hvað varstu að ofhugsa fyrir fimm árum síðan? Ein algengasta gryfjan sem við föllum öll í reglulega er að ofhugsa. Svo mikið ofhugsum við hlutina að það jaðrar á stundum við að vera þráhyggja. 14.3.2023 07:01
Nýsköpun í útrás: Stundum svolítið klaufalegt en tókst á endanum Við heyrum oft af nýsköpunarfyrirtækjum sem eru að gera góða hluti. Fáum fréttir af fjármögnun eða styrkjum og markmiðum um útrás. En hvernig ætli síðan útrásin gangi? Og hvernig gengur hún fyrir sig þegar farið er af stað? 13.3.2023 07:01
Samsett fjölskylda: Stjúpforeldrar oft óöryggir með hlutverk sitt Í flestum stórfjölskyldum þekkjast dæmi um samsettar fjölskyldur. Þar sem par tekur saman með börn úr fyrra sambandi, ýmist frá öðrum aðilanum eða báðum. 12.3.2023 09:00
Finnst gott að brjóta saman sokka eftir erfiðan dag Ásgeir Kolbeinsson, framkvæmdastjóri, markaðsstjóri, mannauðsstjóri, stjórnarformaður, hugmyndasmiður, dagskrárgerðarmaður, fjárfestir og þáttastjórnandi segir líklega einfaldast að súmmera öll stöðugildin sín í orðið athafnamaður. Þótt honum finnist það svo sem ekki spennandi nafngift. Ásgeir er með mörg járn í eldinum, meðal annars spennandi podcast þátt með fleira fólki, sem hann segir fara í loftið fljótlega. 11.3.2023 10:01