Vestmannaeyjabær höfðar skaðabótamál á hendur Vinnslustöðinni Bæjarráð Vestmannaeyjarbæjar hefur ákveðið að höfða skaðabótamál á hendur Vinnslustöðinni hf. vegna mikils tjóns sem skip stöðvarinnar olli á neysluvatnslögn milli lands og Eyja síðasta haust. 3.7.2024 17:08
Ákærður fyrir árásina á Mette Frederiksen Maðurinn sem réðst á Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, á Kolatorgi Kaupmannahafnar í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir árás á embættismann. 3.7.2024 16:18
Bóndi þvingaður til að afhenda hrút Matvælaráðuneytið úrskurðaði nýlega að bónda á Norðurlandi væri skylt að afhenda Matvælastofnun hrút til að kanna útbreiðslu á riðuveiki. 3.7.2024 15:58
Segja Grindavík alls ekki ónýta og vilja hleypa fólki inn Grindvíkingarnir Ómar Davíð Ólafsson og Þormar Ómarsson sem reka báðir fyrirtæki í Grindavík segja bæinn miklu heillegri en almenningur haldi. Þeir hvetja yfirvöld til að fjarlægja lokunarpósta og hleypa fólki inn í bæinn. 3.7.2024 15:53
Dýrmætu vasaúri og silfurfesti stolið af byggðasafni Vasaúri og úrfesti úr silfri var stolið af Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ á Langholti í Skagafirði. Úrið og úrfestin voru í eigu Björns Pálssonar á Miðsitju en hann fékk festina frá móður sinni í tvítugsafmælisgjöf árið 1926. Starfsfólk safnsins tók eftir því að gripinn vantaði í gærkvöldi. 3.7.2024 14:47
Ákærðir fyrir að hafa fellt tré með banvænum afleiðingum Sex menn hafa verið ákærðir fyrir manndráp af gáleysi fyrir að hafa þann þrettánda mars síðastliðinn fellt tré sem hafnaði á bíl akandi vegfaranda sem lést síðar af sárum sínum. Atvikið átti sér stað í grennd við Slagelse á Sjálandi. 3.7.2024 13:44
Ekki náttúruspjöll heldur forvarnir Fréttastofu barst í gær ábending um tilvik um náttúruspjöll á Hafnarnesi í Fáskrúðsfirði. Þungarokkssveitin austfirska Chögma birti myndband á reikning sinn á samfélagsmiðilinn TikTok þar sem tveir meðlimir sveitarinnar sjást velta óstöðugum grjóthnullungum fram af klöpp sem hröpuðu og skullu í fjöruborðið með tilheyrandi látum. 3.7.2024 11:31
Matvöruverslun rís á nýjum reit við Keflavíkurflugvöll Ný verslun Nettó opnar steinsnar frá Keflavíkurflugvelli. Í síðustu viku var fyrsta skóflustunga tekin við Aðaltorg í Reykjanesbæ. Verslunin verður 1400 fermetrar og að sögn Samkaupa, eigenda Nettó, verður hún öll hin glæsilegasta. 3.7.2024 10:13
Maður á þrítugsaldri stunginn til bana í Kaupmannahöfn Maður á þrítugsaldri lést af völdum sára sinna í nótt eftir að hafa verið stunginn í Amagerhverfi Kaupmannahafnar. Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur handtekið 25 ára konu í tengslum við málið. 3.7.2024 09:10
96 sagt upp í hópuppsögnum í júní Vinnumálastofnun bárust tvær tilkynningar um hópuppsagnir í júní. 96 starfsmönnum var sagt upp störfum í farþegaflutningum og fiskvinnslu. 2.7.2024 15:58