Fréttamaður

Rafn Ágúst Ragnarsson

Rafn Ágúst er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Stefna Starmers mörkuð í ræðu konungs

Í dag hefur breska þingið störf eftir stórsigur Verkamannaflokksins í kosningum fyrr í mánuðinum. Eins og hefð er fyrir heldur Karl III Bretakonungur ræðu í þinghúsinu við tilefnið. Ræða konungs er eins konar stefnuyfirlýsing nýviðtekinnar ríkisstjórnar og er skrifuð af ríkisstjórnarliðum.

Telur ekki trú­legt að komið verði á samkomutakmörkunum

Margrét Héðinsdóttir, fagstjóri hjúkrunar og upplýsingamiðstöðvar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir fleiri erindi á borði upplýsingamiðstöðvarinnar núna en voru í janúar og febrúar. Skæðar og smitandi veirusýkingar, þeirra á meðal kórónaveiran, séu í gangi og mikið álag á heilsugæslum landsins.

Íranir hafna aðild að bana­til­ræðinu

Íranir hafnar ásökunum bandaríska embættismanna um samsæri til að ráða Trump af dögunum. Ásakanirnar tengjast þó ekki banatilræðinu gegn Trump á kosningafundi í Pennsylvaníu á laugardaginn síðasta. Íranir þvertaka fyrir aðild að því.

Hver er J.D. Vance?

Á landsþingi Repúblikanaflokksins í Wisconsinfylki í gær var tilkynnt að J.D. Vance yrði varaforsetaefni Trumps í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Vance er ekki ýkja þekktur á heimsvísu en hefur verið þekkt stærð í bandarískum stjórnmálum síðan hann var kjörinn öldungadeildarþingmaður árið 2022, 38 ára að aldri.

Minnkandi líkur á 20 stiga hita

Útlit er fyrir rólegheitaveður og hlýju á öllu landinu í dag, einkum á Norðurlandi en þokubakki er á sveimi úti við norður- og austurströndina og því mun svalara þar.

Þyrlusveitin kölluð til að­stoðar lög­reglu í nótt

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út um tvöleytið í nótt til að aðstoða lögregluna á Suðurlandi við að bjarga tveimur fjallgöngumönnum sem voru í sjálfheldu í Kastrádalsfjalli nærri Hornafirði.

Sjá meira