Hvalavinurinn stendur frammi fyrir allt að fimmtán ára fangelsisvist Aðgerðarsinninn og hvalavinurinn Paul Watson stendur frammi fyrir allt að fimmtán ára fangelsisvist í Japan. Hann var handtekinn við höfnina í Nuuk fyrr í mánuðinum en hann hefur vakið athygli hér á landi fyrir að hafa meðal annars sökkt tveimur hvalveiðibátum Hvals hf. á níunda áratugnum. 31.7.2024 14:07
Friðbjörn tekur við Unimaze Friðbjörn Hólm Ólafsson hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra Unimaze. Fyrirtækið er eitt af leiðandi fyrirtækjum í Evrópu í sjálfvirkni viðskiptaferla og stöðlum sem tengjast rafrænni skeytamiðlum, að því er segir í tilkynningu. 31.7.2024 13:45
Hjólhýsi sem búið var í að engu orðið Allar tiltækar slökkviliðsstöðvar voru kallaðar út vegna elds í Mosfellsbæ. Eldur kviknaði í hjólhýsi og læsti sér í nærliggjandi byggingu. Ekki er vitað hversu mikið tjón varð af en búið er að slökkva eldinn að mestu leyti. 31.7.2024 11:29
Ekki hrifin af breytingum og óskar Höllu velfarnaðar Eliza Reid segist ekki fagna miklum breytingum en þakkar fyrir árin sem forsetafrú og óskar Höllu Tómasdóttur, sem svarin verður í embætti forseta á morgun, og eiginmanni hennar Birni velfarnaðar. 31.7.2024 11:22
Verulega hvasst í Eyjum á laugardaginn Það er hætt við því að þeir sem eiga ferð með Herjólfi til Vestmannaeyja á laugardaginn fái aðeins í magann yfir veðurspánni. Hún hljóðar upp á 23 m/s í hádeginu en á að lægja með deginum þótt töluvert blási. 31.7.2024 10:51
Solaris misnoti kerfið til að hrekja Helga Magnús úr starfi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokssins, segir Solaris reyna að misnota kerfið til að hrekja Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara úr embætti. 31.7.2024 10:22
Kobbi Láki kom stýrisvana skútu til bjargar Landhelgisgæslunni barst boð frá skútu með tólf manns um borð sem var stödd um fimm kílómetrum norður af Straumnesi á Hornströndum. Gír hafði brotnað og björgunarbáturinn Kobbi Láka frá Bolungarvík tók skútuna í tog. 30.7.2024 14:10
Illvænlegar vendingar á veðurspánni fyrir helgina Illvænlegar vendingar hafa orðið á veðurspánni fyrir verslunarmannahelgina að mati Einar Sveinbjörnssonar veðurfræðings. 30.7.2024 11:47
Maður hætt kominn eftir ísbjarnarárás Hlúð er að manni á Landspítalanum sem slasaðist alvarlega í ísbjarnarárás á Traill-eyju á norðanverðri austurströnd Grænlands á föstudaginn síðasta. 30.7.2024 11:09
Þolinmæði Færeyinga gagnvart Norðurlandaráði á þrotum Aksel V. Johannesen lögmaður Færeyja flutti ávarp sitt við þingsetningu á Ólafsvöku í Þórshöfn í gær og ítrekaði að Færeyjar ættu að fá fulla aðild að Norðurlandaráði. 30.7.2024 08:37