Heitt vatn komið á á Hólmsheiði og vinnu miðar vel Fullur þrýstingur er kominn á heita vatnið í Almannadal og á Hólmsheiði. Önnur vinna er samkvæmt áætlun að sögn Veitna. 20.8.2024 19:09
SA og ASÍ hnýta í Seðlabankann Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands hvetja Seðlabankann til að vera framsýnan í ákvörðunum sínum varðandi stýrivexti. Háir raunvextir séu íþyngjandi fyrir skuldsett heimili og dragi úr þrótti á íslenskum hlutabréfamarkaði. 20.8.2024 18:24
Óvenjumörg útköll vegna vatnsleka á höfuðborgarsvæðinu Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í óvenjulega mörg útköll í kvöld vegna vatnsleka. Það vekur athygli að allir lekarnir nema eitt hafi verið í þeim hverfum höfuðborgarsvæðisins þar sem skrúfað hefur verið fyrir heita vatnið vegna vinnu Veitna við tengingu á Suðuræð 2. 20.8.2024 00:15
Þingmaðurinn lygni játar sekt sína George Santos var sviptur sæti sínu í fulltrúardeild Bandaríkjaþings þegar upp komst um umfangsmiklar lygar og fjármálamisferli og á hann nú yfir höfði sér fangelsisvist. 20.8.2024 00:00
Freista þess að umlykja rússneskt herlið í Kúrsk Úkraínumenn hafa eyðilagt þrjár brýr yfir ána Seim í Kúrskhéraði. Innrásin inn í Rússland hófst þann sjötta ágúst síðastliðinn og segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti að tilgangurinn með innrásinni sé að búa til hlutlaust svæði til að vernda Úkraínu. 19.8.2024 23:33
Eurovision 2025 verður haldið í Basel eða Genf Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, verður haldin annað hvort í Basel eða Genf á næsta ári. Lokaákvörðun verður tekin í lok þessa mánaðar. 19.8.2024 21:48
Jódísi ofbýður áfengisneysla á Alþingi Jódís Skúladóttir, þingkona Vinstri grænna, segist hafa gert athugasemd innan forsætisnefndar Alþingis vegna áfengisneyslu þingmanna við þinglok í vor. Hún segir það ekki boðlegt að þingmenn skuli standa í ræðustól á Alþingi Íslendinga undir áhrifum áfengis. Það sé gríðarleg vanvirðing við land og þjóð. 19.8.2024 20:36
Grænlenskir ráðherrar takast á um Paul Watson Mál umhverfisaðgerðarsinnans og hvalavinarins Paul Watsons sem handtekinn var á Grænlandi í síðasta mánuði hefur vakið mikla athygli og úlfúð jafnt innan landsins sem utan. Ósætti ríkir innan grænlensku ríkisstjórnarinnar vegna málsins. 19.8.2024 18:53
Bæjarstjórn hefur ekki gefið upp von um endurreisn Skagans 3X Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar lýsir yfir miklum harmi yfir þeirri stöðu sem upp er komin í máli Skagans 3X en hún hefur þó ekki gefið upp alla von um endurreista starfsemi fyrirtækisins á Akranesi. 19.8.2024 18:18
Ekki lengur hægt að valta yfir lítil sveitarfélög úti á landi Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, segir ekkert munu verða af áformum um uppbyggingu grænnar orkuvinnslu án þess að tekjur sveitarfélaga þar sem orkuvinnslan fer fram verði tryggð. 18.8.2024 15:18