Einn látinn og annar særður í stunguárás Einn var stunginn og annar særður þegar árásarmaður vopnaður eggvopni réðst á vegfarendur í miðborg Parísar, nálægt Eiffel-turninum. 2.12.2023 23:16
Fyrrverandi forseta neitað að fara úr landi Landamæraverðir í Úkraínu neituðu fyrrum forseta landsins Petro Porosjenkó um að fara úr landi í gær vegna þess að hann ætlaði sér að fara á fund Viktors Orbáns Ungverjalandsforseta. Þetta segir SBU, öryggisþjónusta Úkraínu. 2.12.2023 22:31
Stunur trufluðu dráttinn Dráttur í riðla Evrópumeistaramótsins 2024 í Hamborg í dag var truflaður af kynferðislegum stunum. Stunurnar heyrðust fyrst eftir að Sviss hafði dregist í riðil með Skotlandi, Ungverjalandi og gestgjöfunum, Þýskalandi. 2.12.2023 21:01
Mikið fannfergi veldur vandræðum í Þýskalandi Mikið fannfergi hefur valdið vandræðum í suðurhluta Þýskalands. Flug- og lestarsamgöngur liggja niðri í München. 2.12.2023 20:35
Edda Björk í gæsluvarðhaldi Edda Björk Arnardóttir, sem var framseld til Noregs í gær, hefur verið úrskurðuð í þrjátíu daga gæsluvarðhald í Þelamerkurfangelsi. Þetta staðfestir Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður Eddu í samtali við fréttastofu. 2.12.2023 18:54
Lögregla ruddist inn á hinsegin skemmtistaði í Moskvu Lögreglan í Moskvu gerði húsleitir í fjölda hinsegin skemmtistaða í borginni í gær eftir að hæstiréttur þar í landi bannaði „alþjóðlegu LGBT-hreyfinguna“ í fyrradag. 2.12.2023 18:23
Segir málið á ábyrgð dómsmálaráðuneytisins Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að ráðuneytið sitt geti ekki blandað sér í mál Eddu Bjarkar Arnardóttur og barnanna hennar og segir málið alfarið vera á ábyrgð dómsmálaráðuneytisins. 2.12.2023 17:53
Þungt haldinn eftir að hafa kveikt í sér í mótmælaskyni Mótmælandi er þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að hafa kveikt í sér við ísraelska ræðismannsskrifstofu í Atlantaborg í Bandaríkjunum í dag. 1.12.2023 23:59
Minnsta fylgi VG frá upphafi Fylgi ríkisstjórnarinnar heldur áfram að minnka samkvæmt nýjum þjóðarpúls frá Gallup. Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar um eitt prósentustig á milli kannanna og situr nú í 33 prósentum. 1.12.2023 22:33
Hrottalegt nauðgunarmál á Grænlandi Héraðsdómstóll Sermersooq á Grænlandi dæmdi 23 ára mann fyrir tvær hrottafengnar nauðganir. 1.12.2023 22:12