Fréttamaður

Rafn Ágúst Ragnarsson

Rafn Ágúst er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Dæmdur fyrir að hafa á­reitt fjór­tán ára stúlku í búnings­klefa

Maður var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að ganga inn á fjórtán ára stúlku í kvennaklefa sundlaugar. Þar hafi hann gert ummæli við líkama hennar, boðið henni að sjá sinn og byrjað að girða niður um sig.

Að­gengi á­bóta­vant þegar verð­laun fyrir aðgengisbaráttu voru veitt

Dagur Steinn Ómarsson hlaut í dag Múrbrjót Þroskahjálpar fyrir baráttu sína fyrir bættu aðgengi fatlaðs fólks á Þjóðhátíð. Það varpaði þó skugga á gleðina að aðgengi fyrir hann og annað fatlað fólk á athöfninni sem haldin var í Þjóðleikhúsinu var afleitt og enginn rampur fyrir hann upp á sviðið.

Tólf ára dreng frá Palestínu verði vísað úr landi

Tólf ára strák frá Palestínu sem hefur búið á hjá íslenskri fjölskyldu á Íslandi undanfarna mánuði hefur verið neitað um vernd. Að öllu óbreyttu verður honum vísað úr landi ásamt fjórtán ára frænda sínum til Grikklands þar sem engin fjölskylda bíður þeirra.

Úlf­úð í ís­lensku skáksamfélagi

Mikið ósætti ríkir í skáksamfélaginu á Íslandi eftir að fjórir keppendur drógu sig úr Íslandsmótinu í Fischer slembiskák sem lauk í dag. Ósættið stafaði af því að einstaklingur sem tók ekki þátt í undankeppni mótsins fékk sæti í úrslitakeppninni vegna forfalla.

Jóla­ljósin tendruð á Oslóartrénu

Oslóartréð var tendrað við hátíðlega athöfn á Austurvelli nú síðdegis, á fyrsta sunnudegi í aðventu. Margmenni kom saman á Austurvelli til að fylgjast með því þegar kveikt var á þessari táknmynd jóla í miðborginni.

Saka Rússa um að myrða her­menn sem gefast upp

Yfirvöld í Kænugarði hafa sakað Rússa um stríðsglæpi eftir að myndband fór í dreifingu á samfélagsmiðlum sem virðist sýna hóp hermanna skjóta tvo úkraínska hermenn sem gáfu sig rússneskum hermönnum á vald til bana þegar þeir klifruðu upp úr skotgröf.

Gæti um­bylt kenningum um myndun reiki­stjarna

Algengasta tegund stjörnu í vetrarbrautinni er svokallaður rauður dvergur, sem er miklu minni og dimmari en sólin okkar. Talið hefur verið að slíkar stjörnur séu of litlar til að sólkerfið geti hýst reikistjörnur stærri en jörðin. Að minnsta kosti hingað til.

Særður eftir stunguárás í mið­bænum

Maður var stunginn í miðbæ Reykjavíkur með þeim afleiðingum að hann slasaðist þónokkuð. Hann er kominn á slysadeild til aðhlynningar og er málið í rannsókn samkvæmt lögreglu.

Sjá meira