Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi á vegum víða um landið vegna veðurs. Varað er við því að vegir gætu lokast með litlum fyrirvara. 24.12.2024 15:59
Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Hundruðir mótmælenda marséruðu um kristin hverfi Damaskusborgar í Sýrlandi í dag til að mótmæla því að jólatré hafi verið brennt í norðanverðu landinu. Mótmælendur krefjast þess að ný ríkisstjórn standi vörð um réttindi kristinna og annarra minnihlutatrúarhópa. 24.12.2024 14:39
Varað við ferðalögum víða um land Varað er við ferðalögum víða um land í kvöld vegna veðurs og gular og appelsínugular viðvaranir taka gildi víða í kvöld og í nótt. Sannkallaður jólastormur er í aðsigi og upplýsingafulltrúi Landsbjargar hvetur fólk til að halda sig heima með konfekt í skál í kvöld. 24.12.2024 13:28
Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Margmenni var í Kringlunni að græja síðustu jólagjafirnar en þar lokar klukkan eitt í dag. Það er hefð margra að skilja allavega einn pakka eftir og klára þannig stússið á sjálfum aðfangadegi jóla. 24.12.2024 12:45
Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Týnda hálsmen Tolla er komið í leitirnar. Sá sem keypt hafði hálsmenið alls ómeðvitaður um að það væri þýfi hafði samband við Tolla skömmu eftir að greint var frá því og fær Tolli því menið aftur í snemmbúna jólagjöf. 24.12.2024 11:56
Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Kirkjugarðar Reykjavíkur vara við fljúgandi hálku í öllum görðum og hvetja fólk til að fara varlega. Starfsfólk er búið að standa í ströngu í morgun við að salta og sanda helstu leiðir en hálka leynist víða. 24.12.2024 11:30
Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Hálsmen sem stolið var af Tolla Morthens í Kaupmannahöfn fyrir nær tveimur áratugum dúkkaði skyndilega upp á antíksölu í Kópavogi. Þegar Tolli varð þess áskynja var menið þó þegar selt og nú leitar hann logandi ljósi að nýjum eiganda þess. 24.12.2024 11:01
Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Nóg var að gera hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í nótt og voru 116 útköll skráð. Næturvaktin fór í 42 þeirra. 24.12.2024 10:20
Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Mette Frederiksen óskaði Kristrúnu Frostadóttir til hamingju með embætti forsætisráðherra. Hún birtir mynd af þeim stöllum í faðmlögum á samfélagsmiðlum og segist hlakka til samstarfsins. 24.12.2024 10:20
Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera Logi Bergmann, fjölmiðlamaður og eiginmaður sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, segir það ólíklegt að dularfull flygildi sem skotið hafa upp kollinum í skjóli nætur í New Jersey-ríki séu í heimsókn frá öðrum hnetti. 16.12.2024 22:50