Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út vegna báta sem ýmist losnuðu eða voru við það að losna í Sandgerðishöfn á áttunda tímanum í kvöld. 3.3.2025 00:03
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Óskarsverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í kvöld í 97. sinn. Sannkallaður óskarsverðlaunasérfræðingur sem búsettur er í englanna borg og starfar í bransanum fór yfir helstu verðlaunaflokkana í samtali við fréttastofu og spáði í Hollywood-spilin. 2.3.2025 23:20
Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes einkum í átt að Reykjavík. Óvissustig er á veginum og gæti komið til lokana með stuttum fyrirvara. 2.3.2025 22:19
Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Sjór gengur víða á land og hefur valdið tjóni á Seltjarnarnesi, Granda og við Sörlaskjól vestur í bæ í kvöld. Flætt hefur til að mynda yfir hringtorgið við Eiðsgranda. 2.3.2025 21:35
„Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Prófessor í stjórnmálafræði segir gjörbreytt alþjóðakerfi blasa við. Evrópa sé að taka varnarmálin álfunnar í eigin hendur og stíga inn í tómarúmið sem Bandaríki Trumps hafa skilið eftir sig. 2.3.2025 20:07
Starmer segir tíma aðgerða til kominn Forsætisráðherra Bretlands hyggst mynda bandalag fúsra þjóða til að stíga með beinum hætti inn í varnir Úkraínu komi til vopnahlés. Bretland sé tilbúið að senda herlið til Úkraínu til að gæta þess að staðið sé við skilmála vopnahlés. 2.3.2025 18:31
Tvær bílveltur með stuttu millibili Tvær bílveltur urðu á höfuðborgarsvæðinu með stuttu millibili en vegir urðu víða flughálir við skyndilega og mikla snjókomu. Annar bíllinn valt við Álfabakka og hinn úti við Kollafjörð. Enginn er alvarlega slasaður. 2.3.2025 17:59
Danir senda annan Færeying í Eurovision Færeyingurinn Jóhanna Norðberg Niclasen, sem syngur undir nafninu Sissal, keppir fyrir hönd Danmerkur í Eurovision eftir að hafa borið sigur úr býtum í Melodi Grand Prix, dönsku hliðstæðu Söngvakeppninnar. 2.3.2025 00:13
Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Stjórnvöld í Bretlandi og Úkraínu skrifuðu undir lánssamning sem nemur um 400 milljörðum íslenskra króna til vopnakaupa og styrkingar á vörnum landsins. 1.3.2025 23:14
Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Í gærkvöldi var mikill sjógangur og hvasst á Seltjarnarnesi og bera myndir af ströndinni vott um ægimátt hafsins þegar illa viðrar. Það flæddi ofan í minnst sex kjallara og kröftugar öldurnar lömdust utan í sjávargarðana og dreifði stærðar grjóti um Suðurnesið. 1.3.2025 22:23