Engin nóróveira í Laugarvatni Engin nóróveira greindist í sýnum sem tekin voru úr Laugarvatni. Keppendur í þríþraut í Laugarvatni í upphafi mánaðarins fengu margir magapest eftir viðburðinn og alls tilkynntu 22 veikindi til sóttvarnalæknis eftir keppnina. 30.7.2025 10:04
Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Rotþróin í Vík í Mýrdal ræður ekki við fjölda ferðamanna og því lyktar stundum í bænum. Þar að auki þurfa heimamenn, þeir sem eftir eru, stundum að aka alla leið til Selfoss til að versla í matinn vegna þess að úrval matvöruverslunar bæjarins tekur aðallega mið af ferðamönnum. 30.7.2025 08:27
Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um mann að skemma bíl í hverfi 108. Þegar lögregla kom á vettvang reyndi maðurinn að hlaupa undan. Hann komst ekki langt og var handtekinn. 30.7.2025 07:29
Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Aksel Johannesen lögmaður tilkynnti um það í Ólafsvökuræðu sinni í dag að Færeyingar muni taka þátt í refsiaðgerðum Evrópusambandsins á hendur rússneskum útgerðarfélögum. Færeyingar hafa lengi átt í samstarfi við Rússa í sjávarútvegsmálum. 29.7.2025 14:43
Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti tveggja ferðamanna á hótelinu Reykjavík Edition miðar ágætlega að sögn fulltrúa í rannsóknardeild. 29.7.2025 12:49
Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Bandarískir trúboðar smygla sólarorkuknúnum hljóðafspilunartækjum inn á heimkynni einangraðra frumstæðra ættbálka djúpt í viðjum Amasonfrumskógarins. Þetta er nýjasta útspil þeirra en þeir hafa í fleiri áratugi komist í kast við brasilísk embætti sem vernda ættbálka sem eru ekki í samskiptum við umheiminn. 29.7.2025 11:47
Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Sextán manns voru drepnir í loftárás Rússa á fangelsi skammt undan vígstöðvunum í Sapórísjsjíuhéraði í nótt og 35 manns hið minnsta eru særðir. Um ræðir banvænustu loftárás Rússa í Úkraínu undanfarna mánuði. 29.7.2025 07:36
Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Lögreglan á Norðurlandi Eystra leitar að ungri stúlku sem hljóp í veg fyrir húsbíl á föstudaginn síðasta Hjalteyrargötu á Akureyri. Hún lenti á bifreiðinni og féll í götuna en hljóp svo í burt. 28.7.2025 13:42
Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Þingkona Miðflokksins sagði sig úr þingmannahópi þvert á flokka um mótun öryggis- og varnarstefnu fyrir Ísland. Hún segir hópinn til marks um sýndarmennsku ríkisstjórnar og að verið sé að fela þingmönnum að vinna stefnu sem er síðan virt að vettugi. 28.7.2025 13:25
Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Þrír eru látnir og fleiri slasaðir eftir að farþegalest fór út af sporinu í suðvesturhluta Þýskalands í gær. 28.7.2025 12:10