Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Hjólreiðamaður var fluttur á bráðamóttöku til skoðunar eftir umferðaróhapp þar sem ökumaður bíls ók utan í hann. 1.10.2025 17:43
„Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Andri Snær Magnason hafnar boði Stefáns Einars Stefánssonar blaðamanns í það sem hann segir „einhvers konar einvígi.“ Hann setur út á það að upphafleg grein, þar sem ansi frjálslega er farið með stærðfræðina, hafi ekki verið leiðreitt heldur að þess í stað hafi honum verið boðið í viðtal til að breiða rangfærslurnar enn frekar út. 1.10.2025 16:24
Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Áttatíu tonna trébátur sökk í Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöld og líkt og greint hefur verið frá eru tildrögin til rannsóknar hjá lögreglu. Þetta er hins vegar í annað sinn á síðustu fimm árum sem þessi sami bátur sekkur bundinn við bryggju og í fyrra skiptið fannst engin skýring á því af hverju hann sökk. 28.9.2025 16:36
Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Árásarmaður hóf skothríð í mormónakirkju í Grand Blanc í Michigan-ríki Bandaríkjanna á þriðja tímanum í dag að íslenskum tíma. Samkvæmt fyrstu fréttum hefur neyðarlínunni borist tilkynningar um fjölda fórnarlamba og að eldur logi inni í kirkjunni. 28.9.2025 15:29
Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Drukkinn ökumaður keyrði á fleygiferð aftan í kyrrstæðan bíl á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar í Reykjavíkur um þrjúleytið. Enginn hefur verið fluttur á sjúkrahús. 28.9.2025 15:13
Æðsti leiðtogi mormóna látinn Russel M. Nelson, forseti og æðsti leiðtogi Kirkju Jesús Krists hinna síðari daga heilögu, betur þekktrar sem mormónakirkjan, lést í nótt 101 árs að aldri. 28.9.2025 14:08
Skora á Snorra að gefa kost á sér Stjórn Miðflokksins í Hafnarfirði skorar á Snorra Másson að gefa kost á sér í embætti varaformanns Miðflokksins á komandi landsþingi. Um þetta ályktaði stjórnin í dag en landsþing flokksins fer fram 10. til 12. október næstkomandi. 28.9.2025 13:15
Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Minnst þrír voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar eftir bílveltu í Ártúnsbrekkunni stuttu fyrir hádegi í dag. Bíllinn hafnaði á hvolfi utan í ljósastaur eftir að hann reyndi að stinga lögreglu af. 28.9.2025 13:00
Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Moldóvar ganga til þingkosninga í dag og að sögn sitjandi forseta er framtíð lýðræðis í landinu undir. Skoðanakannanir gefa til kynna að stjórn Evrópusinna og standi hnífjafnt en stjórnarandstaðan hefur verið sökuð um að þiggja tugi milljarða króna af Rússum. 28.9.2025 11:24
Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Dómari vísaði í gær máli rapparans írska Liam Óg Ó hAnnaidh, betur þekkts sem Mo Chara, frá. Hann myndar ásamt þeim Móglaí Bap og DJ Próvaí rappsveitina Kneecap sem hefur vakið mikla athygli fyrir afdráttarlausan stuðning sinn við frelsi Palestínu og endurnýjun lífdaga írska tungumálsins. 27.9.2025 15:31