Newsom íhugar forsetaframboð Gavin Newsom, ríkisstjóri Demókrata í Kaliforníu, hefur látið mikið fyrir sér fara í andspyrnu sinni við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hann hefur einnig verið títt orðaður við framboð til forseta í næstu kosningum og sagði í dag að hann íhugaði alvarlega að gefa á sér kost. 26.10.2025 19:27
Allt undir hjá forsetanum hárprúða Argentínumenn ganga í dag til þingkosninga sem taldar eru prófsteinn fyrir Javier Milei, hinn hárprúða forseta landsins. Róttæk frjálshyggja hans er undir í kosningunum enda hægara sagt en gert að koma stefnumálum sínum í gegn án fleiri sæta í þinginu. 26.10.2025 18:52
Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Svokölluð pop-up-sala fór fram í Mosfellsbæ í dag á ýmsum varningi tengdum flugfélaginu Play. 25.10.2025 23:35
Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Donald Trump hefur heitið því að hækka tolla á vörur frá Kanada um tíu prósentustig vegna auglýsingar sem Ontario-hérað stóð fyrir og var sýnd í bandarísku sjónvarpi. Í auglýsingunni voru spilaðar klippur af Ronald Reagan Bandaríkjaforseta vara við afleiðingum hárra tolla á innflutningsvörur. 25.10.2025 22:30
Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Eldur kviknaði í rafhlöðu í tengiltvinnbíl á Seltjarnarnesi. Slökkviliðið er á vettvangi. 25.10.2025 21:38
Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Veitingamenn eru uggandi yfir æ erfiðari rekstrarskilyrðum. Talsmaður þeirra segir ekki lengur hægt að una við núverandi stöðu og hvetur stjórnvöld til að lækka álögur á áfengissölu veitingahúsa. 25.10.2025 21:03
Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins sló í dag eigið met í fimm kílómetra hlaupi en ekki slysalaust. Hún lenti í hrakföllum á leiðinni og hljóp alblóðug. Hún kom saumuð og bundin í mark. 25.10.2025 20:15
Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Kamala Harris, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna sem laut í lægra haldi gegn Trump í síðustu kosningum til forseta, segir stjórnmálaferli sínum hvergi nærri lokið og ýjaði að því að hún gerði aðra atrennu að forsetaembættinu. 25.10.2025 19:32
Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Catherine Connolly vann sannfærandi sigur í nýafstöðnum kosningum til embættis forseta Írlands. Hún er írskumælandi sósíalisti sem er neikvæður í garð Evrópusambandsins og Atlantshafsbandalagsins. 25.10.2025 18:46
Lögregla veitti eftirför um miðborgina Lögregla veitti ökumanni eftirför um miðborgina eftir að hafa brotið fjölmörg umferðarlagabrot. Hann var handtekinn og málið er til rannsóknar. 25.10.2025 17:33